Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Líkti Kane við Ronaldo - „Latur og fer í taugarnar á mér”
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane, sóknarmaður Englands, átti sinn slakasta leik á Evrópumótinu til þessa í sigrinum á Sviss í Düsseldorf í gær.

Það kom lítið úr Kane í fremstu víglínu. Hann var engin ógn fram á við og fékk aðeins 4 í einkunn frá helstu miðlum.

Kane skoraði 36 deildarmörk fyrir Bayern München á síðustu leiktíð og hefur verið með bestu sóknarmönnum heims síðustu ár, en hann hefur ekki sýnt það á mótinu.

Jamie O'Hara, sem var eitt sinn liðsfélagi Kane hjá Tottenham, var allt annað en sáttur við frammistöðu framherjans.

„Hann virðist ekki vera í formi og er latur. Hann er að fara í taugarnar á mér og er ég farinn að hafa áhyggjur af því að við séum með Ronaldo í liðinu, eins og við verðum að spila honum,“ sagði O'Hara á Talksport:

Þar var hann að vísa í frammistöðu Ronaldo á EM. Ronaldo var farþegi í flestum leikjunum og virðist kominn yfir hæðina góðu að minnsta kosti þegar það kemur að stórmóta fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner