Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 07. september 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins of gjafmildir en líka hugrakkir
Óskar og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af frammistöðu sinna manna í Evrópuleiknum gegn undir lok síðasta mánaðar.

Blikar töpuðu leiknum á fyrsta hálftímanum. Staðan var orðin 4-0 eftir hálftíma, en Blikar unnu seinni hálfleikin 2-0 og lokatölur 4-2. Breiðablik átti fínasta leik fyrir utan fyrsta hálftímann.

„Ég var að mörgu leyti ánægður með þann leik," sagði Óskar spurður út í leikinn eftir 4-1 sigur gegn Fjölni á laugardag.

„Auðvitað er aldrei gott að fá á sig fjögur mörk og ég tala nú ekki um á fyrsta hálftímanum. Mörkin sem við fengum á okkur voru heldur mjúk, við vorum aðeins of gjafmildir."

„Mér fannst við vera hugrakkir, mér fannst við ekki missa það sem við erum búnir að reyna að ná fram í sumar. Mér fannst við spila vel fram á völlinn og hafa í fullu tréi við þá. Það gladdi mig og ég held að það sé eitthvað til að byggja á."

„Það er hægt að skoða þetta á tvennu vegu. Á þann hátt að þú ferð í Evrópuleiki til að vinna og komast áfram í næstu umferð. Það tókst ekki. Okkur mistókst þar en vissulega vorum við að spila á móti mjög góðu liði á þeirra heimavelli. Svo er líka hægt að horfa á þetta þannig, eins og ég kýs kannski að horfa á það, að mér fannst frammistaðan eitthvað til að byggja á, eitthvað sem liðið getur tekið með sér í næstu verkefni hver sem þau verða. Ef ég miða þegar við spiluðum við Norrköping í fyrra, sem var einhvers konar general prufa fyrir þetta, þá sá ég mikinn mun á liðinu - þó að lokaniðurstaðan var sú sama."

„Ég ætla að kjósa að horfa á þetta svona, en það var ekki eins og við höfum ætlað að fara á Lerkendal og tapa leiknum, og spila. Það var ekki þannig en því miður fór það þannig. Við verðum líka að vera raunhæfir og segja að við vorum að spila gegn öflugum andstæðingi með mikla Evrópuhefð. Það var alltaf að fara að vera á brattann að sækja, en ég var stoltur af liðinu," sagði Óskar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Óskar Hrafn: Menn geta ekki leyft sér að slaka á
Athugasemdir
banner
banner
banner