Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 07. október 2021 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Akureyri.net 
Stubbur: Mig langaði eiginlega ekkert að spila
Menn átta sig kannski ekki á því en ég er 10 til 15 kg léttari en oft áður
Stubbur átti gott tímabil með KA.
Stubbur átti gott tímabil með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hélt hreinu gegn KA
Hélt hreinu gegn KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmaður ársins hjá KA, Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er oft kallaður, var í vikunni í viðtali við Skapta Hallgrímsson á akureyri.net.

Steinþór átti virkilega gott tímabil með KA í Pepsi Max-deildinni en hann fékk það hlutverk að verja mark liðsins eftir að Kristijan Jajalo handleggsbrotnaði skömmu fyrir mót.

Stubbur er mjög hreinskilinn þegar hann er spurður hvort hann hafi verið tilbúinn í slaginn í fyrsta leik.

„Nei, alls ekki! Ég ætla ekki að spila mig einhvern stóran karl. Mig langaði eiginlega ekkert að spila!" sagði Steinþór við Akureyri.net. Steinþór segir að markmiðið þegar hann gekk í raðir KA hefði verið að ná einum leik með uppeldisfélaginu í efstu deild.

„Mér fannst gaman að halda hreinu með uppeldisklúbbnum í fyrsta leiknum í efstu deild."

Óneitanlega skrýtið
Eftir tímabilið 2014 var Steinþór nánast hættur í fótbolta en ákvað að taka slaginn með Þór þegar Sandor Matus var markvörður Þórs. Það er eftirminnilegt þegar Steinþór spilaði sinn fyrsta leik með Þór en hann kom einmitt inn á gegn uppeldisfélaginu KA á Akureyrarvelli þegar Sandor fékk rautt spjald.

„Það er óneitanlega skrýtið að labba inn á völlinn í Þórstreyju á móti KA, en þegar allt kemur til alls verða menn að hugsa um sjálfa sig, hvað sé best fyrir þeirra feril hverju sinni.“

Steinþór kom inn á í stöðunni 1-0 fyrir KA og urðu það lokatölur leiksins.

Ekki verið léttari síðan 2010
Steinþór hrósar Branislav Radakovic markmannsþjálfara KA og segist hafa verið heppinn að hafa verið með Sandor Matus áður sem var frábær þjálfari.

„Það er frekar mataræðið sem er ekki í lagi. Ég veit að ég er of feitur sem fótboltamaður í efstu deild en hef þó aldrei verið léttari síðan 2010. Menn átta sig kannski ekki á því en ég er 10 til 15 kg léttari en oft áður, sagði Steinþór.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner