Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Afturelding án mikilvægra manna í fallbaráttuslagnum gegn Vestra
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Aftureldingar.
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Þórður er kominn með tíu gul.
Aron Þórður er kominn með tíu gul.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag og ljóst er hverjir verða í banni í 26. umferð, næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar.

Afturelding berst fyrir lífi sínu í deildinni og verður án mikilvægra leikmanna gegn Vestra þann 19. október.

Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson og miðjumaðurinn Aron Jóhannsson verða í banni í þeim leik vegna uppsafnaðra áninninga. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, verður auk þess í banni eftir rautt spjald gegn KR.

Aron Þórður safnar spjöldum
Sama dag leikur KR, sem er í neðsta sæti, heimaleik gegn ÍBV. Aron Þórður Albertsson hefur alls fengið tíu gul spjöld og er því í leið í bann í þriðja sinn vegna uppsafnaðra áminninga.

Tveir Íslandsmeistarar í banni
Í efri hlutanum verða Íslandsmeistarar Víkings með tvo í banni gegn Breiðabliki í Kópavoginum þann 18. september. Það eru Daníel Hafsteinsson og Matthías Vilhjálmsson. Hjá Blikum tekur Óli Valur Ómarsson út leikbann.

Markus Lund Nakkim verður í banni hjá Val þegar liðið mætir FH.

laugardagur 18. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 19. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 Afturelding-Vestri (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
14:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)

mánudagur 20. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Fram-Stjarnan (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir