Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   lau 04. október 2025 18:10
Kári Snorrason
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding gerði dramatískt jafntefli við KR á Meistaravöllum fyrr í dag. KR var með eins marks forystu framan af leik, en Afturelding jafnaði úr vítaspyrnu undir lok leiks. KR-ingar svöruðu þá um hæl og komust í 2-1 en Elmar Kári Cogic jafnaði metin á nýjan leik þegar langt var liðið á uppbótartímann. 

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Afturelding

„Þetta var stemning og mikið fjör, mér fannst við verðskulda að jafna. Við vorum mjög orkumiklir í seinni hálfleik og síðustu tuttugu mínúturnar. Svo sýnir þetta trúna í liðinu og liðsheildina að brotna ekki við seinna markið þeirra. Við nýtum þessar mínútur í uppbótartíma til að jafna aftur.“

Magnús var rekinn af velli eftir seinna mark KR.

„Mér finnst við verða beittir óréttlæti þar að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marksins, en við eigum að verja teiginn betur samt sem áður.“

„Kassi er að skýla boltanum í horninu, sem hann er frábær í. Finnur Tómas brýtur á honum og í kjölfarið nær KR fyrirgjöf sem þeir skora úr, í stað þess að við fáum aukaspyrnu og mómentið snúist. Hann var búinn að flauta á svipuð atriði út um allan völl, þetta var mjög skrýtin lína allt í einu þarna, ég var ósáttur við það.“ 

Það var gaman að sjá stemninguna, það endurspeglar sem við viljum standa fyrir. Það á að vera gaman og gleði í þessu. Mér fannst það gera það í dag. Mér fannst við líka verjast frábærlega, KR ógnaði ekki markinu okkar mikið í leiknum. Ég tek þetta stig en mér finnst það minnsta sem við áttum að fá út úr þessu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner