Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
   lau 04. október 2025 18:10
Kári Snorrason
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding gerði dramatískt jafntefli við KR á Meistaravöllum fyrr í dag. KR var með eins marks forystu framan af leik, en Afturelding jafnaði úr vítaspyrnu undir lok leiks. KR-ingar svöruðu þá um hæl og komust í 2-1 en Elmar Kári Cogic jafnaði metin á nýjan leik þegar langt var liðið á uppbótartímann. 

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Afturelding

„Þetta var stemning og mikið fjör, mér fannst við verðskulda að jafna. Við vorum mjög orkumiklir í seinni hálfleik og síðustu tuttugu mínúturnar. Svo sýnir þetta trúna í liðinu og liðsheildina að brotna ekki við seinna markið þeirra. Við nýtum þessar mínútur í uppbótartíma til að jafna aftur.“

Magnús var rekinn af velli eftir seinna mark KR.

„Mér finnst við verða beittir óréttlæti þar að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marksins, en við eigum að verja teiginn betur samt sem áður.“

„Kassi er að skýla boltanum í horninu, sem hann er frábær í. Finnur Tómas brýtur á honum og í kjölfarið nær KR fyrirgjöf sem þeir skora úr, í stað þess að við fáum aukaspyrnu og mómentið snúist. Hann var búinn að flauta á svipuð atriði út um allan völl, þetta var mjög skrýtin lína allt í einu þarna, ég var ósáttur við það.“ 

Það var gaman að sjá stemninguna, það endurspeglar sem við viljum standa fyrir. Það á að vera gaman og gleði í þessu. Mér fannst það gera það í dag. Mér fannst við líka verjast frábærlega, KR ógnaði ekki markinu okkar mikið í leiknum. Ég tek þetta stig en mér finnst það minnsta sem við áttum að fá út úr þessu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner