Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 04. október 2025 18:10
Kári Snorrason
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding gerði dramatískt jafntefli við KR á Meistaravöllum fyrr í dag. KR var með eins marks forystu framan af leik, en Afturelding jafnaði úr vítaspyrnu undir lok leiks. KR-ingar svöruðu þá um hæl og komust í 2-1 en Elmar Kári Cogic jafnaði metin á nýjan leik þegar langt var liðið á uppbótartímann. 

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Afturelding

„Þetta var stemning og mikið fjör, mér fannst við verðskulda að jafna. Við vorum mjög orkumiklir í seinni hálfleik og síðustu tuttugu mínúturnar. Svo sýnir þetta trúna í liðinu og liðsheildina að brotna ekki við seinna markið þeirra. Við nýtum þessar mínútur í uppbótartíma til að jafna aftur.“

Magnús var rekinn af velli eftir seinna mark KR.

„Mér finnst við verða beittir óréttlæti þar að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marksins, en við eigum að verja teiginn betur samt sem áður.“

„Kassi er að skýla boltanum í horninu, sem hann er frábær í. Finnur Tómas brýtur á honum og í kjölfarið nær KR fyrirgjöf sem þeir skora úr, í stað þess að við fáum aukaspyrnu og mómentið snúist. Hann var búinn að flauta á svipuð atriði út um allan völl, þetta var mjög skrýtin lína allt í einu þarna, ég var ósáttur við það.“ 

Það var gaman að sjá stemninguna, það endurspeglar sem við viljum standa fyrir. Það á að vera gaman og gleði í þessu. Mér fannst það gera það í dag. Mér fannst við líka verjast frábærlega, KR ógnaði ekki markinu okkar mikið í leiknum. Ég tek þetta stig en mér finnst það minnsta sem við áttum að fá út úr þessu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner