Magni hefur nælt í Bjarka Þór Viðarsson frá Þór fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.
Bjarki Þór er 27 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með Þór frá 2018. Hann er uppalinn hjá KA en hann hefur leikið 242 leiki á sínum ferli og skorað níu mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA árið 2014.
Hann kom við sögu í 17 leikjum í Lengjudeildinni með Þór síðasta sumar þar sem liðið hafnaði í 10. sæti en hann hefur yfirgefið félagið eftir að samningurinn hans rann út.
Magni hafnaði í 5. sæti í 3. deild síðasta sumar.
Athugasemdir