Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 29. mars 2019 10:26
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Davíð Snær sló met með U17 landsliðinu
Davíð í leik með Keflavík í fyrra.
Davíð í leik með Keflavík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Strákarnir í U17 ára landsliðinu náðu þeim áfanga í vikunni að vinna sér inn þátttökurétt á lokakeppni Evrópumótsins. Lokakeppnin fer fram i Dublin í maí.

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson sló met í leik gegn Hvít-Rússum í milliriðlinum. Hann lék þar sinn þrítugasta unglingalandsleik og er fyrsti íslenski fótboltamaðurinn sem nær 30 landsleikjum fyrir U17 ára lið og yngri.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Davíð Snær verður 17 ára í sumar en hann lék samt tíu leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason léku 27 leiki fyrir U17 landsliðið á sínum tíma.

Í vikunni féll líka met í U17 kvenna. Clara Sigurðardóttir frá Vestmannaeyjum lék þar sinn 29. landsleik og bætti met. Clara, sem varð 17 ára í janúar, á þegar að baki 31 leik með ÍBV í úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Fyrirliði U17: Sennilega besta liðsheild í Evrópu
Synir þriggja úr ensku úrvalsdeildinni í U17
Athugasemdir
banner
banner