Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. maí 2021 11:00
Aksentije Milisic
Romano: Neymar búinn að framlengja við PSG
Mynd: Getty Images
Fréttamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé búinn að skrifa undir nýjan samning við PSG.

Það hafa verið háværir orðrómar undanfarnar vikur að Neymar sé við það að semja við PSG um nýjan samning og nú virðist það vera detta í hús.

Neymar skrifar undir nýjan samning sem gildir til ársins 2026 en hann á ár eftir að núverandi samningi.

Samkvæmt Romano mun Neymar fá um 30 milljónir evra á tímabili eftir skatt, auk bónusgreiðsla.

Hann mun þá fá risa greiðslu ef PSG tekst að vinna Meistaradeild Evrópu á þessum tíma. Félagið komst í úrslit í fyrra en tapaði gegn Bayern Munchen.

Romano segir að félagið er búið að plana það hvenær þetta verður tilkynnt og því einungis tímaspursmál.

Neymar er 29 ára gamall en hann hafði á undanförnum árum verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona. Hann gerði allt sem hann gat til þess að komast þangað fyrir nokkrum árum en það gekk ekki eftir og nú segist hann vera ánægður í París.


Athugasemdir
banner