
Hin 15 ára gamla Lilja Þórdís Guðjónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Augnablik sem vann Álftanes, 4-1, í 2. deild kvenna í kvöld. Topplið Hauka fór á meðan illa að ráði sínu er það gerði 2-2 jafntefli við Einherja á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði.
Lilja Þórdís er á öðru tímabili sínu með Augnabliki en mörkin tvö voru hennar fyrstu í deildarkeppni í meistaraflokki.
Líf Joostdóttir van Bemmel skoraði fyrsta markið á 19. mínútu og bættu þær Lilja Þórdís og Edith Kristín við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla.
Lilja gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiksins áður en Ólöf Sara Sigurðardóttir minnkaði muninn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af þeim síðari.
Augnablik er í 5. sæti með 9 stig en Álftanes í 10. sæti með aðeins 1 stig.
Haukar hafa verið besta lið deildarinnar í byrjun tímabils en liðið tapaði óvænt stigum gegn Einherja.
Halla Þórdís Svansdóttir og Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir komu Haukum í 2-0 á rúmum tuttugu mínútum áður en Karólína Dröfn Jónsdóttir minnkaði muninn á 27. mínútu.
Claudia Maria Daga Merino bjargaði stigi fyrir Einherja í uppbótartíma síðari hálfleiks. Svekkjandi úrslit fyrir Hauka sem sem hefðu getað aukið forystu sína á toppnum í þrjú stig en verða að láta eitt stig duga.
Haukar eru með 13 stig, einu meira en ÍH sem er í öðru sæti á meðan Einherji er í 6. sæti með 7 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Augnablik 4 - 1 Álftanes
1-0 Líf Joostdóttir van Bemmel ('19 )
2-0 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('23 )
3-0 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('25 )
4-0 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('43 )
4-1 Ólöf Sara Sigurðardóttir ('53 )
Haukar 2 - 2 Einherji
1-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('12 )
2-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('23 )
2-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('27 )
2-2 Claudia Maria Daga Merino ('91 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir