mið 08. september 2021 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Margar stöður á lausu - „Geta eignað sér þetta næstu tíu árin"
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson mun berjast um markvarðarstöðuna
Rúnar Alex Rúnarsson mun berjast um markvarðarstöðuna
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kynslóðaskipti eru óhjákvæmileg og stendur það nú frammi fyrir landsliðsþjálfurum að fylla í götin en Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, ræddi um það á blaðamannafundi í kvöld.

Mikið af ungum leikmönnum hafa fengið tækifæri í þessum glugga og sótt sér mikilvæga reynslu en landsliðið er án margra lykilmanna.

Ragnar Sigurðsson er kominn heim í Fylki og mun að öllum líkindum klára ferilinn þar. KárI Árnason verður 39 ára gamall í október en hann gaf það út í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark að þetta væri síðasta tímabil hans með Víking.

Hannes Þór Halldórsson lagði þá hanskana á hilluna í kvöld eftir tíu ára landsliðsferil en það eru margar stöður á lausu í liðinu.

„Þarna ertu að nefna Ragga og Kára sem hafa verið öll þessi ár með Hannesi. Tökum Kára sem dæmi Auðvitað ég myndi vilja getað notað Kára í öllum leikjum en þú getur ekki ætlast til þess. Við sjáum að hann spilar á móti Norður Makedóníu og æfði aðeins í gær en það var ómögulegt að láta hann spila í dag," sagði Arnar þór.


„Þetta eru hlutirnir sem þú vilt sem þjálfari fá festu í hlutina. Þessi festa er ekki núna og við erum búin að vera með þessa festu undanfarin átta ár en fyrir þessa festu var skafl sem þurfti að fara í gegnum og við erum þar núna. Það eru margar stöður í liðinu sem leikmenn geta eignað sér næstu tíu árin."

„Það eru ekki allar stöðu á lausu en það eru margar stöður sem menn geta eignað sér. Hannes er búinn að tilkynna að hann sé hættur. Við eigum marga efnilega markmenn en nú er það þeirra að sýna, ekki bara mér heldur staffinu öllu og þjóðinni hver ætlar að vera markmaður númer eitt næstu tíu árin. Það er það sama með miðvarðaparið."

Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður Lecce, hefur verið öflugur í þessum glugga og er hann líklega búinn að festa stöðu sína í vörninni.

„Við getum öll verið sammála um það að Brynjar Ingi er búinn að standa sig frábærlega í júníglugganum og núna. Fyrsta markið fáum við af því Brynjar gleymir sér aðeins þegar djúpi boltinn kemur en ef hann er duglegur að stinga þessum mistökum í bakpokann þá er hann kominn ansi langt.

„Ég er að nota hann þrjá leiki í röð þrátt fyrir ungan aldur og við sáum það í júní að hann gat þetta og þess vegna tókum við þá ákvörðun að keyra á hann og sjá hvort hann geti synt og hann svo sannarlega gerði það þrátt fyrir að sjálfsögðu menn gera mistök
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner