Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 08. september 2024 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Gylfi búinn að ná sér af veikindunum - Fær eina kökusneið
Icelandair
Gylfi á æfingu í Izmir í Tyrklandi í dag.
Gylfi á æfingu í Izmir í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun.

Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en Gylfi spilaði veikur í fyrsta leiknum sem var 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fundinum að Gylfi væri klár í slaginn fyrir leikinn á morgun.

„Það er í lagi með hann. Ég held að hann hafi fengið einhvers konar matareitrun. Það er í lagi með hann," sagði Hareide.

Gylfi er 35 ára í dag, á afmæli. Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði, var spurður að því hvort því yrði fagnað í miðju landsliðsverkefni.

„Við sjáum hvað gerist í kvöld þegar við fáum okkur kvöldmat. Hann fær kannski eina sneið af köku, ekki mikið meira en það," sagði Jóhann Berg léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner