Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 06. september 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum sáttir með að taka þrjú stig og að halda hreinu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnur - þar á meðal frá Gylfa - en liðið hafði verið að vinna í því í vikunni undir handleiðslu Sölva Geirs Ottesen.

„Við höfum farið vel yfir þetta. Sölvi er örugglega ánægðasti maðurinn í landsliðinu í dag. Hann kom inn til að bæta þetta - ekki það að þetta hafi verið slæmt hjá landsliðinu fyrir - en auðvitað er frábært að hann komi inn og hafi þessi áhrif."

Gylfi var að snúa aftur á Laugardalsvöll eftir að hafa síðast spilað með landsliðinu í fyrra. Hann vaknaði með flensu í morgun en spilaði samt leikinn.

„Ég er gríðarlega ánægður að koma aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila hérna," sagði Gylfi.

„Persónulega var smá vesen með heilsuna í dag. Vonandi lagast það á næstu 24 tímum. Ég hef verið slappur frá því í morgun, fékk einhvern vírus og hafði ekki mikla orku. Það er fínt að komast í gegnum þetta og vonandi verð ég skárri á mánudaginn."

Hann var alltaf staðráðinn í að spila þennan leik.

„Ég var ekkert fárveikur en mjög orkulítill og slappur. Ég hafði ekki nógu mikinn kraft til að spila 90 mínútur en ég þyrfti að vera töluvert meira veikur en þetta til að hætta við leikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner