Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   fös 06. september 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum sáttir með að taka þrjú stig og að halda hreinu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnur - þar á meðal frá Gylfa - en liðið hafði verið að vinna í því í vikunni undir handleiðslu Sölva Geirs Ottesen.

„Við höfum farið vel yfir þetta. Sölvi er örugglega ánægðasti maðurinn í landsliðinu í dag. Hann kom inn til að bæta þetta - ekki það að þetta hafi verið slæmt hjá landsliðinu fyrir - en auðvitað er frábært að hann komi inn og hafi þessi áhrif."

Gylfi var að snúa aftur á Laugardalsvöll eftir að hafa síðast spilað með landsliðinu í fyrra. Hann vaknaði með flensu í morgun en spilaði samt leikinn.

„Ég er gríðarlega ánægður að koma aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila hérna," sagði Gylfi.

„Persónulega var smá vesen með heilsuna í dag. Vonandi lagast það á næstu 24 tímum. Ég hef verið slappur frá því í morgun, fékk einhvern vírus og hafði ekki mikla orku. Það er fínt að komast í gegnum þetta og vonandi verð ég skárri á mánudaginn."

Hann var alltaf staðráðinn í að spila þennan leik.

„Ég var ekkert fárveikur en mjög orkulítill og slappur. Ég hafði ekki nógu mikinn kraft til að spila 90 mínútur en ég þyrfti að vera töluvert meira veikur en þetta til að hætta við leikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner