Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fös 06. september 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum sáttir með að taka þrjú stig og að halda hreinu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnur - þar á meðal frá Gylfa - en liðið hafði verið að vinna í því í vikunni undir handleiðslu Sölva Geirs Ottesen.

„Við höfum farið vel yfir þetta. Sölvi er örugglega ánægðasti maðurinn í landsliðinu í dag. Hann kom inn til að bæta þetta - ekki það að þetta hafi verið slæmt hjá landsliðinu fyrir - en auðvitað er frábært að hann komi inn og hafi þessi áhrif."

Gylfi var að snúa aftur á Laugardalsvöll eftir að hafa síðast spilað með landsliðinu í fyrra. Hann vaknaði með flensu í morgun en spilaði samt leikinn.

„Ég er gríðarlega ánægður að koma aftur. Það er fátt skemmtilegra en að spila hérna," sagði Gylfi.

„Persónulega var smá vesen með heilsuna í dag. Vonandi lagast það á næstu 24 tímum. Ég hef verið slappur frá því í morgun, fékk einhvern vírus og hafði ekki mikla orku. Það er fínt að komast í gegnum þetta og vonandi verð ég skárri á mánudaginn."

Hann var alltaf staðráðinn í að spila þennan leik.

„Ég var ekkert fárveikur en mjög orkulítill og slappur. Ég hafði ekki nógu mikinn kraft til að spila 90 mínútur en ég þyrfti að vera töluvert meira veikur en þetta til að hætta við leikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner