Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 08. október 2024 12:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór í frí til Íslands eftir umdeildan brottrekstur
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: Instagram - Skjáskot
Daniele De Rossi skellti sér í frí til Íslands eftir að hann var rekinn úr stjórastarfi Roma núna í september.

De Rossi tók við af Jose Mourinho á síðustu leiktíð en var rekinn eftir að hafa safnað þremur stigum í fyrstu fjórum leikjunum á þessu tímabili.

De Rossi er goðsögn hjá Roma eftir að hafa spilað þar mjög lengi sem leikmaður en hörðustu stuðningsmenn liðsins voru allt annað en sáttir við brottreksturinn.

Eiginkona De Rossi, Sarah Felberbaum, birti myndir úr ferðalagi þeirra hjóna til Íslands á Instagram á dögunum.

Svo virðist sem De Rossi hafi átt hugmyndina. „Það er svo fallegt að ferðast um heiminn með þessum ljóshærða strák," segir Felberbaum og bætir við að Ísland sé yndislegt land.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem eiginkona De Rossi deildi en þau hjónin virðast hafa notið sín vel.



Athugasemdir
banner
banner
banner