Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garnacho við stuðningsmann: Af hverju ert þú ekki að spila?
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alejandro Garnacho, kantmaður Manchester United, svaraði stuðningsmanni sem ákvað að reyna að gefa honum ráð fyrir utan Old Trafford í gær.

United spilaði við PAOK í Evrópudeildinni en fyrir leikinn fór Garnacho að stuðningsmönnum og gaf eiginhandaráritanir.

Einn stuðningsmaðurinn sagði við Garnacho: „Þú þarft að senda boltann betur í dag. Sendu boltann betur, skoraðu mark og reyndu að vinna í fyrstu snertingunni þinni."

Garnacho horfði á stuðningsmanninn en hann var greinilega ekki par sáttur.

„Af hverju ert þú ekki að spila maður?" sagði Garnacho.

Samkvæmt Daily Mail þá heitir stuðningsmaðurinn Planet Faz en hann er vinsæll á Youtube. Hann hefur ekki fengið góð viðbrögð við þessum ummælum í garð Garnacho, þó leikmaðurinn hafi ekki spilað vel á þessu tímabili.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner