Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. desember 2021 14:12
Elvar Geir Magnússon
Átta leikmenn Tottenham með Covid og fimm starfsmenn
Frá æfingu hjá Tottenham.
Frá æfingu hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Covid-19 smitum fjölgar í herbúðum Tottenham en Antonio Conte, stjóri liðsins, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að átta leikmenn og fimm úr starfsliðinu hafi verið greindir með veiruna.

„Þetta er alvarlegt vandamál, á hverjum degi fjölgar þeim sem eru með veiruna," sagði Conte sem vill að komandi leikjum liðsins verði frestað.

„Allir eru smá hræddir. Menn eiga fjölskyldur. Af hverju þurfum við að taka áhættuna? Það er mín spurning. Í dag greindust tveir til viðbótar. En á morgun? Ég? Maður veit það ekki. Það er allavega betra að ég fái veiruna en einhver leikmaður. En þetta er ekki rétt staða, við erum í tengslum við fjölskyldur okkar."

Sambandsdeildarleikurinn gegn Rennes á morgun mun fara fram en úrvalsdeildarleikurinn gegn Brighton sem á að vera á sunnudaginn er í óvissu. Rætt er um möguleika á að fresta leiknum.

Það flækir málið enn frekar að útileik Tottenham gegn Burnley var frestað nýlega þar sem leikvöllurinn var óleikhæfur vegna snjókomu. Enn á eftir að finna nýjan leikdag fyrir þann leik.

Tottenham vill ekki eiga fleiri frestaða leiki til góða en vill á hinn bóginn ekki mæta með laskað lið til leiks í komandi leiki. Leikmenn sem greinast með veiruna þurfa að vera í einangrun í tíu daga.

UEFA hefur tilkynnt að leikurinn gegn Rennes fari fram á áætluðum tíma. Samkvæmt reglum um Evrópuleiki er spilað ef félagið er með að minnsta kosti þrettán aðalliðsleikmenn tiltæka, þar af einn markmann.

Tottenham er að eltast við annað sætið í G-riðli sem myndi koma liðinu í 16-liða úrslit. Fréttamannafundur Conte í dag var rafrænn þar sem engin áhætta er tekin í ljósi stöðunnar.

Enska úrvalsdeildin frestaði sex leikjum á síðasta tímabili vegna Covid smita.
Athugasemdir
banner
banner