West Ham hefur sent frá sér nýja yfirlýsingu eftir bílslysið alvarlega sem Michail Antonio lenti í. Þar er sagt að hann hafi gengist undir aðgerð á fótum og verði undir eftirliti á sjúkrahúsi næstu daga.
Þá er læknum og viðbragðsaðilum færðar innilegar þakkir. Félagið muni senda frá sér frekari upplýsingar þegar tilefni gæfist til.
Þá er læknum og viðbragðsaðilum færðar innilegar þakkir. Félagið muni senda frá sér frekari upplýsingar þegar tilefni gæfist til.
Í yfirlýsingu í gærkvöldi var sagt að ástand Antonio væri stöðugt, hann væri með meðvitund og gæti tjáð sig.
Sóknarmaðurinn varð fyrir fótbroti en ekki er vitað meira um ástand Antonio en ljóst er að hann spilar allavega ekki fótbolta á næstunni. Ferrari bifreið Antonio er gjörónýt eftir áreksturinn en það hann var fastur í tæpan klukkutíma áður en það tókst að klippa hann út og koma honum á sjúkrahús.
Antonio er markahæsti leikmaður West Ham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 68 mörk í 268 deildarleikjum.
Athugasemdir