Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, var fastur í bílnum sínum í tæpan klukkutíma eftir að hann lenti í hræðilegu bílslysi á Essex-svæðinu á Englandi í gær.
Antonio var fluttur með sjúkraflugi á spítala eftir að Ferrari bifreið hans gjöreyðilagðist í slysinu.
West Ham sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og staðfesti að hann væri með meðvitund og væri í samskiptum við fólkið í kringum sig.
Lögreglan var kölluð á staðinn klukkan 12:50 í hádeginu í gær en hliðin bílstjóramegin var í rúst eftir að bíllinn hafnaði á tré. Antonio var fastur í tæpan klukkutíma áður en hann var færður upp á spítala.
Athugasemdir