Ástand Michail Antonio er stöðugt og er hann með meðvitund eftir að hafa lent í bílsylsi á Essex-svæðinu á Englandi í dag. Enska félagið West Ham United greinir frá þessu í uppfærslu sinni á X.
Antonio lenti í harkalegu slysi skammt frá Lundúnum en bifreið hans var gjörónýt eftir slysið.
Jamaíkumaðurinn var fluttur með sjúkraflugi á spítala í grenndinni, en West Ham hefur nú fært stuðningsmönnum félagsins góðar fréttir af Antonio sem er nú kominn með meðvitund.
„West Ham Untied getur staðfest að ástand Michail Antonio er stöðugt eftir að hafa lent í umferðarslysi á Essex-svæðinu nú síðdegis. Michail er með meðvitund og talar, en hann er undir nánu eftirliti á spítala í Lundúnum.“
„Við vinsamlega biðjum alla um að virða einkalíf Michail og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Félagið mun ekki tjá sig frekar í kvöld, en mun uppfæra stöðuna þegar á við,“ segir í yfirlýsingunni.
Antonio er 34 ára gamall sóknarmaður og hefur gert flest úrvalsdeildarmörk í sögu West Ham.
West Ham United can confirm that Michail Antonio is in a stable condition following a road traffic accident this afternoon in the Essex area.
— West Ham United (@WestHam) December 7, 2024
Michail is conscious and communicating and is currently under close supervision at a central London hospital.
At this difficult time, we…
Athugasemdir