Nottingham Forest, sem er í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, hefur spurst fyrir um Douglas Luiz, miðjumann Juventus, og virðist leiða kapphlaupið um hann.
Juventus keypti brasilíska miðjumanninn frá Aston Villa síðasta sumar og kostaði hann rúmlega 50 milljónir evra í heildina en hefur ekki tekist að finna taktinn í ítalska boltanum.
Juventus keypti brasilíska miðjumanninn frá Aston Villa síðasta sumar og kostaði hann rúmlega 50 milljónir evra í heildina en hefur ekki tekist að finna taktinn í ítalska boltanum.
Samkvæmt Daily Mail hefur Nottingham Forest spurst fyrir um hann en þá hefur nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni verið boðið að fá hann.
Það eru Fulham og bæði Manchester-félögin, City og United.
Luiz var lykilmaður í liði Aston Villa á síðustu leiktíð og spurning hvort að hann sé að snúa aftur í enska boltann núna.
Athugasemdir