Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 09. febrúar 2024 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum
Icelandair
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kantmaðurinn Agla María Albertsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir umspilið í Þjóðadeildinni. Stelpurnar okkar mæta Serbíu í tveggja leikja einvígi síðar í þessum mánuði.

„Agla María gefur ekki kost á sér af perónulegum ástæðum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag.

Sveindís Jane Jónsdóttir er búin að jafna sig af meiðslum og kemur aftur inn í hópinn. Hún kemur inn fyrir Öglu Maríu.

Agla María, sem er 24 ára gömul, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum undanfarin ár. Hún á að baki 58 A-landsleiki og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar. Takist Íslandi að sigra viðureignina mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner