Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. ágúst 2020 17:00
Aksentije Milisic
De Ligt í aðgerð - Snýr aftur í nóvember
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, varnarmaður Juventus, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður ekki klár í slaginn fyrr en í nóvember mánuði.

Hollendingurinn fór úr axlarlið í fyrra og hefur hann verið í vandræðum með öxlina á sínu fyrsta tímabili hjá ítalska stórliðinu. Hann kom frá Ajax á 75 milljónir punda.

De Ligt þarf því að fara undir hnífinn og mun hann vera frá vellinum í um þrjá mánuði. De Ligt spilaði allan leikinn þegar Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Lyon í fyrradag. Hann tjáði sig um meiðslin eftir þann leik.

„Ég þarf núna að fara í aðgerð á öxlinni. Þetta þarf að gerast. Ég er svekktur því við erum dottnir úr keppni en núna þarf ég að fara í aðgerð og einbeita mér svo að endurhæfingunni."

Maurizio Sarri var rekinn frá Juventus eftir leikinn gegn Lyon og Andrea Pirlo hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner