
Kvennalið Manchester United hefur samið framherjann Tobin Heath og gerir hún eins árs samning við félagið.
Heath er landsliðskona Bandaríkjanna en hún hefur tvisvar unnið heimsmeistaramótið bæði 2015 og 2019.
Heath er 33 ára gömul en hún hefur undanfarin sex ár spilað með Portland Thorns í heimalandinu. Fyrir það lék Heath með stórliði Paris Saint-Germain í tvö tímabil.
Um er að ræða gríðarlega reynslumikinn leikmann sem spilar í fremstu víglínu. Hún á að baki 168 leiki fyrir Bandaríkin og hefur í þeim skorað 33 mörk.
Heath er búin að semja við enska félagið enn á aðeins eftir að fá atvinnuleyfi í landinu.
Kvennalið United hafnaði í fjórða sæti efstu deildar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir