Jack Grealish skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England í kvöld er liðið mætti Andorra í undankeppni HM.
Englendingar voru í engum vandræðum á útivelli í kvöld og unnu sannfærandi 5-0 sigur.
Grealish skoraði síðasta mark Englands í sigrinum en það var ansi fallegt eftir stoðsendingu frá markmanninum Sam Johnstone.
Johnstone kastaði boltanum yfir miðju Andorra þar sem Grealish komst í hann og skoraði laglegt mark.
Þetta má sjá hér.
Grealish goal for England against Andorra pic.twitter.com/8PdiVGMVlV
— Live News For All (@LiveNewsForAll_) October 9, 2021
Athugasemdir