Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 10. janúar 2014 11:30
Jóhann Óli Eiðsson
John Ruddy: Stuðningsmenn standa í vegi fyrir samkynhneigðum
Mynd: Getty Images
Þónokkur umræða hefur skapast í kjölfar þess að Thomas Hitzlsberger, fyrrum leikmaður Stuttgart og Aston Villa meðal annars, tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Vildi hann meina að klefamenning liðanna væri samkynhneigðum erfið.

John Ruddy, markvörður Norwich City, er á öðru máli. Hann telur að það séu ekki liðsfélagarnir sem standi í vegi fyrir þeim heldur viðbrögð stuðningsmanna.

„Það er árið 2014 og ef staðan er eins og Hitzlberger vill meina þá er eitthvað ekki rétt,“ sagði Ruddy.

„Ég veit að ef einhver leikmanna Norwich myndi koma út úr skápnum þá myndi hann hafa fullan stuðning minn og alls klefans. Hvað stuðningsmennirnir segja er ómögulegt að segja. Vonandi eru þeir ekki afturhaldssamir.“
Athugasemdir
banner
banner