
Kvennalið Þróttar er í leit að markverði fyrir komandi tímabil og hefur Jamie Brassington, markvarðarþjálfari félagsins, tekið til þeirra ráða að auglýsa eftir markverði í gegnum Twitter.
Íris Dögg Gunnarsdóttir mun standa áfram í marki Þróttara á komandi tímabili en Þróttur er að leita að markverði til að berjast við hana um stöðuna.
Hafdís Hafsteinsdóttir var varamarkvörður fyrir Írisi á síðustu leiktíð en hún var þá á fimmtánda aldursári.
Félagið ætlar nú að reyna að sækja erlendan leikmann til að berjast við Írisi en Brassington, markmannsþjálfari Þróttar, auglýsir eftir markverði á Twitter í kvöld.
Markvörðurinn verður að vera með evrópskt vegabréf en þar kemur fram að leikmaðurinn mun fá greitt mánaðarlega og þá mun félagið sjá um að útvega henni starf með fótboltanum.
Þróttur hafnaði í 4. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar.
*Female Goalkeeper Required*
— Jamie Brassington (@Jamie1Brass) January 10, 2023
Must be an EU Passport holder!
We at Throttur Reykjavik (Icelandic top division) are looking to add a female goalkeeper to our women’s squad.
What we can offer;
Monthly salary from football as well as help in finding a job to provide a living wage
Athugasemdir