Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano er meðal þeirra sem greina frá því að Plymouth Argyle hefur ákveðið að ráða Miron Muslic sem næsta þjálfara til að taka við af Wayne Rooney.
Plymouth er í botnsæti Championship deildarinnar með 20 stig eftir 25 umferðir og var Rooney rekinn á dögunum.
Muslic er 42 ára gamall og var við stjórnvölinn hjá Cercle Brugge. Hann afrekaði sögulega hluti með félaginu og var við stjórnvölinn í tvö ár en gekk illa í haust og var hann rekinn í byrjun desember, eftir að hafa meðal annars tapað gegn Víkingi R. í Sambandsdeildinni. Víkingur vann 3-1 á Kópavogsvelli í seinni hluta október.
Það verður áhugavert að sjá hvort honum takist að bjarga Plymouth frá falli úr Championship deildinni, en liðið er fimm stigum frá öruggu sæti sem stendur.
Athugasemdir