Ótrúlegir peningar eru í kínverska boltanum þessa dagana en félög þar í landi keppast um að fá stórstjörnur í sínar raðir fyrir háar fjárhæðir.
Jiangsu Suning fer þar fremst í flokki en félagið keypti Ramires frá Chelsea á 25 milljónir punda og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk á 38 milljónir punda.
Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen voru báðir á mála hjá Jiangsu en þeir eru nú búnir að róa á önnur mið. Jiangsu vann bikarmeistaratitilinn í Kína í fyrra og endaði í 9. sæti í deildinni en hvernig stendur á því að félagið á svona mikið af pening núna?
Jiangsu Suning fer þar fremst í flokki en félagið keypti Ramires frá Chelsea á 25 milljónir punda og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk á 38 milljónir punda.
Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen voru báðir á mála hjá Jiangsu en þeir eru nú búnir að róa á önnur mið. Jiangsu vann bikarmeistaratitilinn í Kína í fyrra og endaði í 9. sæti í deildinni en hvernig stendur á því að félagið á svona mikið af pening núna?
„Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net um málið.
Þjálfarinn veit ekki hvaða leikmenn er verið að bjóða í
Viðar gekk í raðir Malmö í Svíþjóð eftir mikla óvissu í janúar þar sem hann vissi ekki hver framtíð sín yrði. Dan Petrescu, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi þjálfari Jiangsu, vissi heldur ekki að Viðar væri á förum.
„Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila."
„Fyrirtækið sér um að kaupa nyja leikmenn heyrðist mér á Petrescu og hann vissi ekki hvaða leikmenn væri verið að bjóða í. Það er frekar sérstakt en þetta er Kína og það er betri auglýsing því stærri nöfn sem koma."
Viðar segir að kínverskir fótboltaáhugamenn séu spenntir fyrir breytingunum sem eru í gangi þar í landi. „Þeim finnst þetta held ég bara æðislegt. Það er mikil stjörnudýrkun í Kína og þeir koma líklega til með að fylla völlinn oftar í kjölfarið."
Regla með erlenda leikmenn hefur áhrif
Margir velta því nú fyrir sér hvort kínverska deildin muni standa jafnfætis stærstu deildum Evrópu ef þessi þróun heldur áfram. Hvað segir Viðar um það?
„Það er kannski erfitt því það mega bara spila fjórir útlendingar í einu en kínversku leikmennirnir komu engu að síður á óvart. Þeir eru svolítið að fara rússnesku leiðina að þessu og kaupa mikið af stjörnum eins og var gert þar fyrir nokkrum árum, spurning um hvað þetta endist lengi."
„Deildin hefur styrkst mjög mikið á stuttum tíma en hún mun hiklaust bara styrkjast meira með tímanum og verður líklega jafn sterk og margar af deildunum í Evrópu ef að þeir breyta útlendingareglunni í 5-6 leikmenn inn á í einu. Mér sýnist þeir bara vera að gefa í frekar en slaka á," sagði Viðar að lokum um peningana í Kína.
Sjá einnig:
Kínverski boltinn rúllar á ógnarhraða (Pistill)
Athugasemdir