Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 12:54
Elvar Geir Magnússon
Fánalaust á Anfield vegna mótmæla
Mynd: Getty Images
Það verða ekki fánar á Anfield í leik Liverpool gegn Atalanta í Evrópudeildinni annað kvöld. Stuðningsmenn Liverpool eru að mótmæla hækkun á miðaverði sem félagið tilkynnti í síðustu viku.

Þá verða aðeins Hillsborough fánar í deildarleiknum gegn Crystal Palace næsta sunnudag. Hillsborough slysið átti sér stað þann 15. apríl 1989.

Liverpool hefur tilkynnt um 2% hækkun á miðaverði fyrir tímabilið 2024/25 og gefur þær skýringar að aukinn kostnaður í kringum félagið sé ástæðan.

„Fánarnir verða ekki en fólkið okkar er til staðar. Ég skil áhyggjur þeirra og umræðuna. Það er snúið fyrir mig að segja mína skoðun. Við viljum stuðningsmennina okkar á völlinn, við viljum að Liverpool sé fyrir alla," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

Leikur Liverpool og Atalanta fer fram 19 annað kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner