Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 10. júní 2019 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verður áskorun en við kunnum vel við áskoranir"
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka til leiksins á morgun. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur og Tyrkland," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM á morgun.

„Ég býst við erfiðum leik. Tyrkir hafa byrjað undankeppnina mjög vel. Með þremur sigrum og þeir hafa ekki enn fengið á sig mark. Ég sagði fyrir þetta verkefni að við ætluðum að reyna að fá sex stig. Tveir erfiðir leikir gegn Tyrkjum og Albaníu, liðum sem ég ber mikla virðingu fyrir. En við ætlum að fá sex stig. Við byrjuðum vel gegn Albaníu og ætlum að reyna að fá þrjú stig á morgun."

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Tyrkland hefur farið mjög vel af stað og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Tyrkir unnu heimsmeistara Frakklands í síðasta leik. Ísland er með sex stig eftir 1-0 sigur á Albaníu á laugardag.

„Ég ber mikla virðingu fyrir tyrkneska liðinu. Þeir eru með marga góða leikmenn og hafa byggt upp gott lið. Það sést á árangrinum hingað til. Þetta er gott lið, engin spurning. En við erum einnig með gott lið. Þetta verður spennandi leikur á morgun. Ég hlakka til að sjá hvernig við spilum leikinn."

„Tyrkir gerðu vel með því að vinna Albaníu á útivelli og gerðu enn betur með því að vinna Frakkland. Þetta verður áskorun en við kunnum vel við áskoranir."

Hafði ekkert að segja um burstamálið
Hamren fékk spurningu frá tyrkneskum fjölmiðlamanni um það sem átti sér stað á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem Tyrkirnir vilja meina að þeir hafi verið í þrjá tíma að komast í gegnum öryggisleit og síðan var einstaklingur sem gekk að fyrirliða Tyrkja með þvottabursta. Það olli mikilli reiði í Tyrklandi.

„Ég einbeiti mér að leiknum. Þú verður að spyrja fólk sem veit meira um þetta," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner