banner
   fös 10. júlí 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raggi Sig meiddist í gær - Gat ekki staðið upp sjálfur
Vonandi er Raggi ekki alvarlega meiddur.
Vonandi er Raggi ekki alvarlega meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi þegar liðið mætti Midtjylland.

Ragnar þurfti að fara af velli rétt eftir að fyrri hálfleikur var hálfnaður vegna meiðsla. Midtjylland sigraði leikinn og tryggði sér þar með meistaratitilinn í Danmörku þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir af deildinni.

Ragnar var að elta leikmann Midtjylland þegar hann virðist fá tak í ökklann og leggst í kjölfarið niður í grasið. Ragnar gat ekki haldið leik áfram og var skiptingin ekki gerð fyrr en 2-3 mínútum seinna þar sem Ragnar gat ekki staðið upp sjálfur.

Það varð engin snerting sjáanleg við annan leikmann. Útlitið ekki bjart fyrir Ragnar upp á lokaleiki tímabilsins með FCK að gera.

FCK á fjóra leiki eftir í deildinni en þann 5. ágúst mætir liðið Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vonandi fyrir Ragga nær hann þeim leik.

Næstu A-landsleikir Íslands eru í september í Þjóðadeildinni og í október mætir Ísland liði Rúmena í undanúrslitum umspilsins fyrir EM2020(1).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner