Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 10. ágúst 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá Fótbolta.net fyrir enska - 1. - 6. sæti
Pochettino, stjóri Tottenham, fékk engan nýjan leikmann í sumar.
Pochettino, stjóri Tottenham, fékk engan nýjan leikmann í sumar.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er lykilmaður Tottenham.
Harry Kane er lykilmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Nýr heimavöllur Tottenahm.
Nýr heimavöllur Tottenahm.
Mynd: Getty Images
Það verður nýr kafli ritaður í sögu Arsenal.
Það verður nýr kafli ritaður í sögu Arsenal.
Mynd: Getty Images
Unai Emery er tekinn við Arsenal af Arsene Wenger.
Unai Emery er tekinn við Arsenal af Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Mourinho hefur verið mikið í umræðunni.
Mourinho hefur verið mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Man Utd er spáð fjórða sæti.
Man Utd er spáð fjórða sæti.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri tók við Chelsea af Antonio Conte.
Maurizio Sarri tók við Chelsea af Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga, dýrasti markvörður sögunnar.
Kepa Arrizabalaga, dýrasti markvörður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu.
Liverpool hefur litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images
Alisson er kominn í markið hjá Liverpool.
Alisson er kominn í markið hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
De Bruyne var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, ásamt Salah.
De Bruyne var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, ásamt Salah.
Mynd: Getty Images
Mun City verja Englandsmeistaratitilinn?
Mun City verja Englandsmeistaratitilinn?
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni fer af stað í kvöld en Fótbolti.net hitar upp í dag með því að opinbera spá sína fyrir deildina og kynna liðin 20 sem þar berjast.

Þetta er síðasti hlutinn. Hér skýrist það í hvaða röð efstu sex liðin enda.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir enska: 14. - 20. sæti
Spá Fótbolta.net fyrir enska: 7-13. sæti

6. Tottenham
Í fyrra: 3. sæti

Nýr völlur en engin leikmannakaup
Tottenham komst í sögubækurnar í gær fyrir að vera fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að kaupa ekki einn einasta leikmann í sumarglugganum. Mauricio Pochettino hefur unnið frábært starf með liðið en þetta gæti reynst erfitt tímabil þar sem hann hefur ekkert náð að styrkja liðið á meðan liðin í kring hafa flest styrkt sig vel. Tottenham er að fara á nýjan og glæsilegan heimavöll og verður hann tekinn í notkun í byrjun tímabils.

Lykilmaður: Harry Kane. Engin spurning. Frábær markaskorari og hann þarf að vera sjóðandi heitur, eins og hann hefur verið síðustu tímabil, ef Tottenham ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur.

Fylgist með: Son Heung-min. Leikmaður sem steig upp þegar Harry Kane var frá á síðasta tímabili. Sóknarleikmaður sem spilar alltaf með bros á vör. Missir af byrjun tímabilsins þar sem hann er að taka þátt á Asíumótinu með U23 landsliði Suður-Kóreu.

Líklegt byrjunarlið (3-4-2-1): Lloris; Alderweireld, Sánchez, Vertonghen; Trippier, Dembélé, Wanyama, Son; Alli, Eriksen; Kane.

Komnir:
...

Farnir:
Keanan Bennetts til Gladbach - Kaupverð ekki gefið upp
Reo Griffiths til Lyon - Kaupverð ekki gefið upp

5. Arsenal
Í fyrra: 6. sæti

Nýr kafli skrifaður í sögu Arsenal
Það verður ritaður nýr kafli í sögu Arsenal þegar Unai Emery stýrir liðinu á sínu fyrsta tímabili. Hann tekur við liðinu af Arsene Wenger sem hætti eftir síðasta tímabil, eftir 22 ára starf. Það verður erfitt fyrir Emery að fylla í fótspor Frakkans, sem var þó orðinn frekar óvinsæll undir lokin. Emery er búinn að fá nokkra nýja leikmenn og spennandi verður að sjá hvernig tekst upp hjá Spánverjanum.

Lykilmaður: Pierre-Emerick Aubameyang. Kom til Arsenal í janúar eftir að hafa raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund. Tókst að skora 10 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann kom í janúar og stuðningsmenn Arsenal vonast til þess að hann verði áfram í svipuðum gír.

Fylgist með: Það verður spennandi að fylgjast með nýjum leikmönnum eins og Bernd Leno og Lucas Torreira en mest spennandi verður að fylgjast með hvernig Unai Emery tekst upp sem stjóri liðsins. Það verður skrýtið að sjá einhvern annan en Arsene Wenger að stýra Arsenal og það getur verið erfitt að koma inn í svona stöðu. Það sást þegar David Moyes tók við af Sir Alex Ferguson. Verður Emery eins og Moyes eða tekst honum að rífa þetta Arsenal-lið í gang?

Líklegt byrjunarlið (4-1-2-1-2): Leno; Bellerín, Sokratis, Mustafi, Monreal; Torreira; Ramsey, Mkhitaryan; Özil; Lacazette, Aubameyang.
*Uppfært

Komnir:
Bernd Leno frá Bayer Leverkusen - Kaupverð ekki gefið upp
Stephan Lichtsteiner frá Juventus - Frítt
Sokratis Papastathopoulos frá Dortmund
Lucas Torreira frá Sampdoria - Kaupverð ekki gefið upp
Matteo Guendouzi frá Loreint - 8 milljónir punda

Farnir:
Santi Cazorla til Villarreal - Samningslaus
Per Mertesacker - Hættur
Jack Wilshere til West Ham - Samningslaus
Calum Chambers til Fulham - Á láni
Lucas Perez til West Ham - 4 milljónir punda
Chuba Akpom til PAOK - Kaupverð ekki gefið upp

4. Manchester United
Í fyrra: 2. sæti

Pirraður Mourinho
Það ríkir mikil svartsýni í kringum Manchester United og þá aðallega í kringum stjórann, Jose Mourinho. Mourinho er pirraður yfir hversu fáir leikmenn voru keyptir, hann vildi tvo í viðbót en fékk engan. Mourinho var í mikilli fýlu á undirbúningstímabilinu, en stuðningsmenn eru orðnir þreyttir á því hvernig liðið spilar undir hans stjórn. Verður Mourinho hressari í vetur eða fer allt í háaloft hjá Manchester United?

Lykilmaður: David de Gea, að margra mati besti markvörður í heimi. Olli vonbrigðum á HM með Spánverjum en er alltaf öflugur í rammanum hjá Manchester United. Hefur náð í ófá stigin fyrir Rauðu djöflanna síðustu árin. Það er einnig hægt að nefna Paul Pogba hér. Eftir frábært HM í sumar verður hann að stíga upp með United.

Fylgist með: Verður Mourinho áfram í mikilli fýlu og með leiðindi? Ef svo er, þá gæti þetta endað illa hjá United, kannski eins og hjá Chelsea hér um árið - þegar liðið endaði um miðja deild og Mourinho var rekinn fyrir jól. Vonandi fyrir stuðningsmenn United þá endar þetta ekki þannig.

Líklegt byrjunarlið (4-2-3-1): De Gea; Valencia, Jones, Bailly, Young; Fred, Matic; Lingard, Pogba, Sánchez; Lukaku.

Komnir:
Fred frá Shakhtar Donetsk - Kaupverð ekki gefið upp
Diogo Dalot frá Porto - Kaupverð ekki gefið upp
Lee Grant frá Stoke - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Michael Carrick - Hættur (inn í þjálfaraliðið)
Daley Blind til Ajax - 14,1 milljón punda
Sam Johnstone til West Brom - 5 milljónir punda
Axel Tuanzebe til Aston Villa - Á láni
Timothy Fosu-Mensah til Fulham - Á láni
Dean Henderson til Sheffield United - Á láni

Sjá einnig:
Innkastið - Mourinho leggur rútunni og kastar mönnum undir hana

3. Chelsea
Í fyrra: 5. sæti

Dýrasti markvörður í heimi á Brúnni
Antonio Conte var rekinn þegar undirbúningstímabilið var að byrja og keðjureykingamaðurinn Maurizio Sarri ráðinn í hans stað. Chelsea leit ekki vel út gegn Manchester City í Samfélagsskildinum en Sarri er góður stjóri og vill spila aðlaðandi fótbolta. Hann ætti að geta gert góða hluti með Chelsea.

Lykilmaður: Eden Hazard. Besti leikmaðurinn í þessu liði og einn besti leikmaður deildarinnar. Var orðaður við Real Madrid sem arftaki Ronaldo en Chelsea tókst að halda honum. Verður samt að eiga betra tímabil en á síðustu leiktíð.

Fylgist með: Kepa Arrizabalaga. Dýrasti markvörður sögunnar, bætti met Alisson hjá Liverpool. Höfðu fáir, sem ekki fylgjast með spænska boltanum, heyrt um hann áður en Chelsea keypti hann. Arftaki Thibaut Courtois sem fór til Real Madrid. Nær hann að höndla pressuna á Englandi? Callum Hudson-Odoi (17) er þá spennandi leikmaður sem vakið hefur athygli á undirbúningstímabilinu og miðjumaðurinn Jorginho, sem Sarri fékk með sér frá Napoli, er líka spennandi.

Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Arrizabalaga; Azpilicueta, Rüdiger, David Luiz, Alonso; Fábregas, Kanté, Jorginho; Pedro, Morata, Hazard.

Komnir:
Jorginho frá Napoli - Kaupverð ekki gefið upp
Robert Green frá Huddersfield- Frítt
Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao - 71,6 milljón punda
Mateo Kovacic frá Real Madrid - Á láni

Farnir:
Thibaut Courtois til Real Madrid - 35 milljónir punda
Jay Dasilva til Bristol City - Á láni
Trevor Chalobah til Ipswich - Á láni
Reece James til Wigan - Á láni
Kenedy til Newcastle - Á láni
Jamal Blackman til Leeds - Á láni

2. Liverpool
Í fyrra: 4. sæti

Verður þetta loksins árið hjá Liverpool?
Annað en hjá erkifjöndunum í Man Utd, þá ríkir mikil bjartsýni hjá Liverpool. Liðið hefur verið að kaupa gríðarlega vel inn í sumar og er að það að spila mjög vel undir stjórn Jurgen Klopp. Verður þetta loksins árið hjá Liverpool?

Lykilmaður: Mohamed Salah er lykilmaður í þessu liði. Hann var keyptur frá Roma í fyrra og kom hann öllum á óvart. Hann hafði verið hjá Chelsea áður og gert lítið sem ekki neitt þar, en hann sneri aftur til Englands og var stórkostlegur á síðustu leiktíð. Hann bætti markametið yfir mörk skoruð á 38 leikja tímabili í ensku úrvalsdeildinni og átti stóran þátt í að Liverpool komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er stóra spurningin hvort Egyptinn nái að halda uppteknum hætti.

Fylgist með: Liverpool var í vandræðum með markvarðarstöðuna. Loris Karius var fínn heilt yfir á síðasta tímabili, en hann gerðist sekur um stór mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Klopp gat ekki treyst honum áfram og var Brasilíumaðurinn Alisson keyptur frá Roma fyrir 67 milljónir punda. Alisson lofar góðu. Liverpool virðist vera búið að styrkja allar þá stöður sem þurfti að styrkja.

Líklegt byrjunarlið (4-2-3-1): Alisson; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho; Mané, Keïta, Firmino; Salah.

Komnir:
Naby Keita frá Leipzig - 52,75 milljónir punda
Fabinho frá Mónakó - 43,7 milljónir punda
Xherdan Shaqiri frá Stoke - 13,5 milljónir punda
Alisson Becker frá Roma - 67 milljónir punda

Farnir:
Emre Can til Juventus - Frítt
Ovie Ejaria til Rangers - Á láni
Jon Flanagan til Rangers - Frítt
Danny Ward til Leicester - 12,5 milljónir punda
Ryan Kent til Rangers - Á láni
Adam Bodgan til Hibernian - Á láni
Harry Wilson til Derby - Á láni
Ben Woodburn til Sheffield United - Á láni

Sjá einnig:
Innkastið - Besti sumargluggi Liverpool í áratugi

1.Man City
Í fyrra: 1. sæti

Fyrsta liðið frá 2009 til að verja titilinn?
Manchester City var nánast óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið spilaði skemmtilegan fótbolta og náði yfirleitt alltaf í góð úrslit. Undir lok tímabilsins var hvert metið á fætur öðru slegið af City og reif liðið 100 stiga múrinn í ensku úrvalsdeildinni. Tekst Man City að verða fyrsta liðið frá 2009 til að verja Englandsmeistaratitilinn?

Lykilmaður: Kevin de Bruyne. Var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra ásamt Mohamed Salah. Rauðhærður snillingur sem kann svo sannarlega að senda boltann. Verður að vera öflugur ef City á að verja titilinn.

Fylgist með: Phil Foden, 18 ára miðjumaður, fæddur í Stockport í Manchester, sem gæti spilað stærra hlutverk á þessu tímabili. Varð yngsti leikmaðurinn til að vinna ensku úrvalsdeildina þegar City vann á síðasta tímabili. Hann og Sergio Aguero tengdu vel saman í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.

Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Ederson; Walker, Stones, Laporte, Mendy; De Bruyne, Fernandinho, Silva; Sterling, Agüero, Sané.

Komnir:
Riyad Mahrez frá Leicester - 60 milljónir punda
Claudio Gomes frá PSG - Frítt
Philippe Sandler frá PEC Zwolle- Kaupverð ekki gefið upp
Daniel Arzani frá Melbourne City- Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Joe Hart til Burnley - 3,5 milljónir punda
Angus Gunn til Southampton - Kaupverð ekki gefið upp
Yaya Toure - Samningslaus
Pablo Maffeo til Stuttgart - Kaupverð ekki gefið upp
Athugasemdir
banner
banner
banner