Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Spá Fótbolta.net fyrir enska: 7. - 13. sæti
Andre Schurrle er einn af þeim leikmönnum sem Fulham keypti í sumar.
Andre Schurrle er einn af þeim leikmönnum sem Fulham keypti í sumar.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon er gífurlega spennandi leikmaður.
Ryan Sessegnon er gífurlega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jói Berg og félagar í Burnley ætla að reyna að fylgja eftir frábæru tímabili.
Jói Berg og félagar í Burnley ætla að reyna að fylgja eftir frábæru tímabili.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves er mjög öflugur miðjumaður.
Ruben Neves er mjög öflugur miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson krotaði undir nýjan samning í dag og heldur áfram með Palace liðið.
Roy Hodgson krotaði undir nýjan samning í dag og heldur áfram með Palace liðið.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha dregur vagninn í sóknarleik Crystal Palace.
Wilfried Zaha dregur vagninn í sóknarleik Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
James Maddison kom til Leicester í sumar.
James Maddison kom til Leicester í sumar.
Mynd: Getty Images
Felipe Anderson er dýrastur í sögu West Ham.
Felipe Anderson er dýrastur í sögu West Ham.
Mynd: Getty Images
Úkraínski kantmaðurinn Andriy Yarmolenko er kominn til West Ham.
Úkraínski kantmaðurinn Andriy Yarmolenko er kominn til West Ham.
Mynd: Getty Images
Lucas Digne er nýr vinstri bakvörður Everton.
Lucas Digne er nýr vinstri bakvörður Everton.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni fer af stað í kvöld en Fótbolti.net hitar upp í dag með því að opinbera spá sína fyrir deildina og kynna liðin 20 sem þar berjast.

Í öðrum hlutanum kynnum við liðin sem spáð er 7-13. sæti.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir enska: 14. - 20. sæti



13. Fulham
Í fyrra: 3. sæti í Championship

Fulham forðast falldrauginn
Fulham er mætt aftur á meðal þeirra bestu eftir fjögurra ára hlé. Eftir sigur á Aston Villa í umspilinu í vor var veskið opnað og Fulham hefur styrkt hópinn mjög vel frá síðasta tímabili. Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham, er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum og hann var á fullu að vinna við að styrkja hópinn alveg fram á lokadag gluggans í gær. Miðað við leikmannahóp ætti Fulham ekki að hafa miklar áhyggjur af falldraugnum.

Lykilmaður: Ryan Sessegnon er einungis 18 ára gamall en hann er þrátt fyrir það á sínu þriðja tímabili í aðalliði Fulham. Fljótur strákur sem getur spilað í vinstri bakverði og á kantinum. Öll stórliðin á Englandi hafa verið með hann í sigtinu og nú fær hann sénsinn í úrvalsdeildinni.

Fylgist með: Jean Michael Seri er miðjumaður sem Fulham náði að krækja í snemma sumars þrátt fyrir samkeppni frá öðrum stærri félögum. Seri hefur lengi verið orðaður við félög á Englandi og nú er hann loksins mættur í deildina. Spennandi leikmaður sem verður í stóru hlutverki í vetur.

Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Bettinelli; Chambers, Ream, Mawson, Bryan; Seri, McDonald, Cairney; Schürrle, Mitrovic, Sessegnon.

Komnir:
Maxime le Marchand frá Nice - Kaupverð ekki gefið upp
Jean Michael Seri frá Nice - Kaupverð ekki gefið upp
Fabri frá Besiktas - Kaupverð ekki gefið upp
Andre Schurrle frá Borussia Dortmund - Á láni
Alfie Mawson frá Swansea - 15 milljónir punda
Calum Chambers frá Arsenal - Á láni
Sergio Rico frá Sevilla - Á láni
Joe Bryan frá Bristol City - Kaupverð ekki gefið upp
Andre-Frank Zambo Anguissa frá Marseille - 22,3 milljónir punda
Luciano Vietto frá Atletico Madrid - Á láni
Timothy Fosu-Mensah frá Manchester United - Á láni

Farnir:
Ryan Fredericks til West Ham - Frítt
David Button til Brighton - Kaupverð ekki gefið upp
Tayo Edun til Ipswich - Á láni

12. Burnley
Í fyrra: 7. sæti

Truflar Evrópudeildin spútnikliðið frá því í fyrra?
Burnley kom öllum á óvart með því að landa Evrópusæti í fyrra. Annað tímabilið getur oft reynst erfitt í ensku úrvalsdeildinni en það var alls ekki hjá Sean Dyche og hans mönnum sem enduðu í 7. sæti. Burnley hefur byggt upp á góðu skipulagi undanfarin ár en viðbæturnar í hópinn hefðu mátt vera meiri í sumar. Dyche hefur sjálfur sagt að félagaskiptaglugginn hafi aldrei verið erfiðari og að verðið á leikmönnum sé alltof hátt. Breiddin er áfram lítil í hópnum og liðið er ennþá að berjast í Evrópudeildinni. Á leikjaálag eftir að bíta Burnley í rassinn?

Lykilmaður: Jóhann Berg Guðmundsson var í lykilhlutverki á síðasta tímabili en mest mæddi þó á varnarmönnum liðsins. James Tarkowski var frábær í hjarta varnarinnar og hann er algjör lykilmaður hjá Burnley. Hefur verið að banka á dyrnar hjá enska landsliðinu.

Fylgist með: Markvarðarmálin hjá Burnley eru áhugaverð. Eftir kaupin á Joe Hart í vikunni er Burnley með þrjá markverði sem hafa verið viðloðandi enska landsliðið undanfarin ár. Hart, Tom Heaton og Nick Pope. Hver þeirra verður í markinu í vetur?

Líklegt byrjunarlið (4-5-1): Heaton; Lowton, Tarkowski, Gibson, Ward; Lennon, Westwood, Cork, Jóhann Berg Guðmundsson; Hendrick; Wood.

Komnir:
Ben Gibson frá Middlesbrough - 15 milljónir punda
Joe Hart frá Manchester City - 3,5 milljónir punda
Matej Vydra frá Derby - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
Scott Arfield til Rangers - Frítt
Dean Marney til Fleetwood - Frítt

11. Wolves
Í fyrra: 1. sæti í Championship

Sóknarbolti hjá Úlfunum
Wolves saltaði Championship deildina á síðasta tímabili en liðið spilaði skemmtilegan fótbolta og skoraði mest allra liða í deildinni. Úlfarnir gáfu vel í á leikmannamarkaðinum í sumar og eru til alls líklegir í vetur. Umboðsmaðurinn þekkti Pedro Mendes hefur hjálpað Úlfunum að byggja upp öflugt lið með portúgölsku ívafi en portúgalski stjórinn Nuno Espírito Santo sér síðan um að hræra liðið saman.

Lykilmaður: Ruben Neves er 21 árs gamall Portúgali sem fór á kostum með Wolves í Championship deildinni. Neves kom frá Porto sumarið 2017 og var ekki lengi að aðlagast enska boltanum. Fær nú tækifæri á ennþá stærra sviði í úrvalsdeildinni.

Fylgist með: Hvernig ná Úlfarnir að stilla saman strengina þegar þeir eru komnir deild ofar? Nær liðið að spila áfram sama skemmtilega sóknarboltann? Margir spennandi leikmenn eru í liðinu og ef allt gengur upp þá ættu Úlfarnir að vera um miðja deild eða jafnvel ofar.

Líklegt byrjunarlið (3-4-3): Patricio; Bennett, Coady, Boly; Dendoncker, Neves, Moutinho, Jonny; Traore, Jota, Jiménez.

Komnir:
Adama Traore frá Middlesbrough - 18 milljónir punda
Rui Patricio frá Sporting Lisbon - Kaupverð ekki gefið upp
Benik Afobe frá Bournemouth - 12,5 milljónir punda
Willy Boly frá Porto - 10 milljónir punda
Raul Jimenez frá Benfica - Á láni
Diogo Jota frá Atletico Madrid - 12,6 milljónir punda
Leo Bonatini frá Al-Hilal - Kaupverð ekki gefið upp
Ruben Vinagre frá Mónakó - Kaupverð ekki gefið upp
Roderick Miranda frá Olympiakos - Á láni
Joao Moutinho frá Mónakó - Kaupverð ekki gefið upp
Jonny Castro frá Atletico Madrid - Á láni
Leander Dendoncker fra Anderlecht - Á láni

Farnir:
Barry Douglas til Leeds - Kaupverð ekki gefið upp
Benik Afobe til Stoke - Á láni
Carl Ikeme - Hættur

10. Crystal Palace
Í fyrra: 11. sæti

Hodgson reynir aftur að toga Palace ofar
Eftir skelfilega byrjun undir stjórn Frank de Boer mætti reynsluboltinn Roy Hodgson til að hífa Crystal Palace úr fallbaráttunni á síðasta tímabili. Hodgson náði því besta fram hjá leikmönnum Palace og 11. sætið varð niðurstaðan. Palace hefur ekki gert mikið á leikmannamarkaðinum í sumar og stuðningsmenn liðsins verða eflaust ánægðir ef að liðið endar aftur um miðja deild.

Lykilmaður: Wilfried Zaha blómstraði eftir að Hodgson tók við. Getur spilað frammi og á kantinum. Leikinn, fljótur og getur búið til mörku úr engu. Palace náði að halda honum þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum í sumar.

Fylgist með: Hodgson náði að byggja upp flott Palace lið á síðasta tímabili en getur hann farið ennþá lengra í ár? Miðjumennirnir Ruben Loftus-Cheek og Yohan Cabaye eru farnir en Max Meyer og Cheikhou Kouyate eru kominn í staðinn. Fylla þeir skörðin?

Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Guaita; Wan-Bissaka, Sakho, Tomkins, Van Aanholt; Milivojevic; Meyer, Kouyate, Townsend; Zaha, Benteke.

Komnir:
Vicente Guaita frá Getafe - Frítt
Cheikhou Kouyaté frá West Ham - Kaupverð ekki gefið upp
Max Meyer - Frítt
Jordan Ayew frá Swansea - Á láni

Farnir:
Ruben Loftus-Cheek til Chelsea - Var á láni
Lee Chung-yong - Samningslaus
Yohan Cabaye til Al-Nasr - Frítt
Damien Delaney til Cork - Frítt
Bakary Sako - Samningslaus
Diego Cavalieri - Samningslaus

9. Leicester
Í fyrra: 9. sæti

Gætu gert atlögu að Evrópusæti
Englandsmeistararnir 2016 hafa ekki náð að blanda sér í Evrópubaráttuna undanfarin tvö tímabil. Claude Puel er áfram við stjórnvölinn eftir smá óvissu í vor. Markmiðið hjá Leicester er að vera á efra skiltinu í töflunni en hins vegar er spurning hvort hópurinn geti gert alvöru atlögu að Evrópusæti að þessu sinni.

Lykilmaður: Harry Maguire var frábær á sínu fyrsta tímabili með Leicester. Maguire eignaðist ennþá fleiri aðdáendur eftir frammistöðu sína með enska landsliðinu á HM. Manchester United var að skoða Maguire í sumar en hann verður áfram eins og klettur í vörn Leicester.

Fylgist með: Riyad Mahrez hefur spilað stórt hlutverk í sóknarleiknum en nú er hann horfinn á braut. Hvernig nær Leicester að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig? Vonir eru bundnar við James Maddison sem kom frá Norwich á 22 milljónir punda. Spennandi leikmaður sem gæti slegið í gegn.

Líklegt byrjunarlið (3-5-2): Schmeichel; Soyuncu, Evans, Maguire; Pereira, Ndidi, Silva, Maddison, Chilwell; Iheanacho, Vardy.

Komnir:
James Maddison frá Norwich - 22 milljónir punda
Ricardo Pereira frá Porto - Kaupverð ekki gefið upp
Jonny Evans frá West Brom - Kaupverð ekki gefið upp
Danny Ward frá Liverpool - 12,5 milljónir punda
Rachid Ghezzal frá Mónakó - Kaupverð ekki gefið upp
Filip Benkovic frá Dinamo Zagreb - 13 milljónir punda
Caglar Soyuncu frá Freiburg - 19 milljónir punda

Farnir:
Riyad Mahrez til Manchester City - 60 milljónir punda
Ben Hamer til Huddersfield - Frítt
Ahmed Musa til Al-Nassr- Kaupverð ekki gefið upp
Robert Huth - Samningslaus
Harvey Barnes til West Brom - Á láni

8. West Ham
Í fyrra: 13. sæti

Veskið á lofti
David Moyes bjargaði Hömrunum frá falli síðastliðið tímabil en fékk ekki áframhaldandi samning. Hringt var í Manuel Pellegrini, fyrrum stjóra Manchester City, til Kína og hann fékk heldur betur að láta til sín taka á leikmannamarkaðinum í sumar. West Ham hefur verslað gífurlega vel inn og liðið mætir með talsvert sterkari hóp til leiks í komandi tímabil. Margir spennandi leikmenn eru í liðinu og Hamrarnir ættu að geta blandað sér í baráttu um Evrópusæti.

Lykilmaður: Felipe Anderson er dýrasti leikmaðurinn í sögu West Ham en hann kom frá Lazio á 36 milljónir punda í sumar. Brasilíski miðjumaðurinn verður undir pressu eftir verðmiðann en spennandi verður að sjá hann í enska boltanum.

Fylgist með: Jack Wilshere gerði ekki nýjan samning við Arsenal og fór frítt til West Ham. Meiðsli og óstöðugleiki hafa truflað Wilshere undanfarin ár en spurning er hvort hann nái að sýna sínar bestu hliðar hjá West Ham. Wilshere er á góðum aldri og Hamrarnir binda miklar vonir við hann.

Líklegt byrjunarlið (4-4-2): Fabianski; Fredericks, Diop, Balbuena, Cresswell; Anderson, Noble, Wilshere, Yarmolenko; Arnautovic, Hernández

Komnir:
Lucas Perez frá Arsenal - 4 milljónir punda
Felipe Anderson frá Lazio - 35 milljónir punda
Andriy Yarmolenko frá Borussia Dortmund - 17,5 milljónir punda
Jack Wilshere frá Arsenal - Frítt
Ryan Fredericks frá Fulham - Frítt
Lukasz Fabianski frá Swansea - 7 milljónir punda
Carlos Sanchez frá Fiorentina - Kaupverð ekki gefið upp
Fabian Balbuena frá Corinthians - Kaupverð ekki gefið upp
Issa Diop frá Toulouse - 21,9 milljón punda
Xande Silva frá Vitoria de Guimaraes - Kaupverð ekki gefið upp

Farnir:
James Collins - Samningslaus
Patrice Evra - Samningslaus
Cheikh Kouyate til Crystal Palace - Kaupverð ekki gefið upp
Sead Haksabanovic til Malaga - Á láni

7. Everton
Í fyrra: 8. sæti

Gjörbreyttur leikstíll
Sam Allardyce reif Everton upp úr fallbaráttunni í fyrra en leikstíll hans var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum. Marco Silva tók við liðinu í sumar og hefur gjörbreytt leikstíl liðsins. Everton hefur spennandi kosti fram á við og Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila á miðjunni í vetur. Viðbætur í vörnina undir lok félagaskiptagluggans gefa síðan ástæðu til bjartsýni en varnarleikurinn var oft vafasamur á síðasta tímabili.

Lykilmaður: Gylfi Þór Sigurðsson varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton fyrir ári síðan. Missti af lok síðasta tímabils vegna meiðsla en er nú kominn aftur á fulla ferð. Fær líklega meira frjálsræði í sóknarleiknum undir stjórn Silva. Margir bíða síðan spenntir eftir að sjá föstu leikatriðin hjá Gylfa með hinn gríðarlega öfluga Yerri Mina inni á teignum.

Fylgist með: Vængmaðurinn Richarlison var keyptur á 40 milljónir punda til Everton í sumar. Nær hann að standa undir verðmiðanum? Frammistaðan fyrri hlutann á síðasta tímabili var góð en síðan fjaraði undan Brasilíumanninum.

Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Pickford; Coleman, Mina, Keane, Digne; Gueye, Davies, Gylfi Þór Sigurðsson; Walcott, Tosun, Richarlison.

Komnir:
Yerry Mina frá Barcelona - 28,5 milljónir punda
Andre Gomes frá Barcelona - Á láni
Richarlison frá Watford - 40 milljónir punda
Lucas Digne frá Barcelona - 18 milljónir punda
Bernard frá Shakhtar Donetsk - Frítt
Kurt Zouma frá Chelsea - Á láni

Farnir:
Wayne Rooney til DC United - Frítt
Kevin Mirallas til Fiorentina - Á láni
Ashley Williams til Stoke - Á láni
Joel Robles til Real Betis - Frítt
Ramiro Funes Mori til Villarreal - Kaupverð ekki gefið upp
Jose Baxter til Oldham - Frítt
Henry Onyekuru til Galatasaray - Á láni
Athugasemdir
banner
banner
banner