Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. ágúst 2020 14:36
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar til Esbjerg (Staðfest)
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir samning við danska B-deildarliðið Esbjerg til 2022.

Ólafur Kristjánsson tók nýlega við þjálfun Esbjerg en hann er sagður hafa fleiri íslenska leikmenn á óskalista sínum.

Andri lék tíu leiki með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni á liðnu tímabili en náði ekki að koma sér á blað. Hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Andra gekk mjög vel hjá Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum en náði ekki sama takti í þýska boltanum.

Andri verður þrítugur í nóvember en hann varð markakóngur í efstu deild hér á Íslandi 2017 þegar hann skoraði 18 mörk í 20 leikjum.

Á heimasíðu Esbjerg segir að Jimmi Nagel Jacobsen, íþróttastjóri Esbjerg, hafi lengi haft augastað á Andra.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner