Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. september 2020 17:00
Fótbolti.net
Lið 9. umferðar: Liðin í fallbaráttunni náðu í stig
Katrín Ómarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níunda umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram í gær en um er að ræða umferð sem var frestað fyrr í sumar. Lið umferðarinnar er klárt.

KR vann mikilvægan 3-0 sigur á ÍBV. Katrín Ómarsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir stjórnuðu umferðinni á miðjunni og Ingunn Haraldsdóttir átti góðan leik í vörninni. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, er þjálfari umferðarinnar.

Hlín Eiríksdóttir skoraði bæði mörk Vals í útisigri á Selfossi. Hallbera Gísladóttir átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Breiðabliks og Stjörnunnar og hún er maður umferðarinnar. Andrea Rán Hauksdóttir spilaði vel á miðjunni.

Þróttur og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli. Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Þórs/KA og markvörðurinn Lauren Allen áttu góðan dag. Stephanie Ribeiro var best í liði Þróttar.

Miðjumaðurinn Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði og var maður leiksins í öflugum sigri á Fylki.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Athugasemdir
banner
banner