Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. júní 2020 09:00
Fótbolti.net
Lið 1. umferðar - Tvö lið með þrjá fulltrúa
Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen eru báðar í liðinu.  Hér fagna þær marki gegn KR.
Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen eru báðar í liðinu. Hér fagna þær marki gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilia Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis fagnar sigrinum gegn Selfyssingum.
Cecilia Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis fagnar sigrinum gegn Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram um helgina. Fylkir vann Selfoss 1-0 í hörkuleik í Árbænum og Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, er þjálfari umferðarinnar.

Vörn Fylkis var öflug í leiknum en Katla María Þórðardóttir miðvörður Árbæinga er leikmaður umferðarinnar. María Eva Eyjólfsdóttir átti góðan leik í vörninni og í markinu var Cecilía Rán Rúnarsdóttir mjög öflug.

Valur byrjaði á öruggum sigri gegn KR. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir voru báðar á skotskónum og Hallbera Gísladóttir átti góðan dag í bakverðinum.

Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig inn með marki í sínum fyrsta leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Blikar unnu FH 3-0.

Miyah Watford var í miklu stuði í 4-3 sigri ÍBV á Þrótti R. en hún skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu. Hjá gestunum skoraði Stephanie Mariana Ribeiro einnig tvö mörk.

Þór/KA byrjaði mótið á 4-1 sigri á Stjörnunni. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvö mörk og María Catharina Ólafsd. Gros var feykilega öflug á hægri vængnum.
Athugasemdir
banner
banner