Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júlí 2020 13:00
Fótbolti.net
Lið 7. umferðar: Sjö fulltrúar frá Breiðabliki
Breiðablik fagnar marki gegn Val.
Breiðablik fagnar marki gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Breiðablik á langflesta fulltrúa í liði 7. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Sex leikmenn Breiðabliks eru í liðinu eftir magnaðan 4-0 sigur á Val í toppslag deildarinnar. Þá er Þorsteinn Halldórsson þjálfari umferðarinnar.

Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýardóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir voru allar frábærar í vörn Breiðabliks en þær héldu sóknarmönnum Vals í skefjum allan leikinn.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu og er leikmaður umferðarinnar og þá lagði Agla María Albertsdóttir upp þrjú mörk. Andrea Rán Hauksdóttir var síðan frábær á miðjunni hjá Blikum,

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var maður leiksins þegar liðið vann baráttusigur gegn Stjörnunni.

Barbára Sól Gísladóttir var maður leiksins og Clara Sigurðardóttir var öflug á miðjunni í 2-1 sigri Selfoss gegn Þór/KA.

Olga Sevoca skoraði sigurmark ÍBV gegn FH á útivelli og var maður leiksins. Þá var hin unga Álfhildur Rósa Kjartansdóttir frábær á miðjunni hjá Þrótt R. í jafntefli gegn KR.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 6. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner