
Breiðablik á langflesta fulltrúa í liði 7. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Sex leikmenn Breiðabliks eru í liðinu eftir magnaðan 4-0 sigur á Val í toppslag deildarinnar. Þá er Þorsteinn Halldórsson þjálfari umferðarinnar.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu og er leikmaður umferðarinnar og þá lagði Agla María Albertsdóttir upp þrjú mörk. Andrea Rán Hauksdóttir var síðan frábær á miðjunni hjá Blikum,
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var maður leiksins þegar liðið vann baráttusigur gegn Stjörnunni.
Barbára Sól Gísladóttir var maður leiksins og Clara Sigurðardóttir var öflug á miðjunni í 2-1 sigri Selfoss gegn Þór/KA.
Olga Sevoca skoraði sigurmark ÍBV gegn FH á útivelli og var maður leiksins. Þá var hin unga Álfhildur Rósa Kjartansdóttir frábær á miðjunni hjá Þrótt R. í jafntefli gegn KR.
Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 6. umferðar
Athugasemdir