Boltinn fór að rúlla á ný í Pepsi Max-deild kvenna um helgina þegar tíunda umferðin var á dagskrá. Topplið Breiðabliks burstaði FH 7-0 á útivelli þar sem Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö.
Fylkir vann öflugan 1-0 útisigur á Selfossi og Kjartan Stefánsson þjálfari liðsins er þjálfari umferðarinnar. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið, Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu með Maríu Evu Eyjólfsdóttir fyrir framan sig í markinu.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var öflug í frumraun sinni með Val. Valur lagði KR 1-0 á útivelli en Angela Beard var best hjá heimaliðinu.
ÍBV hoppaði upp í 4. sætið með 2-0 útisigri á Þrótti. Olga Sevcova og Fatma Kara spiluðu vel.
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir voru öflugar í vörn Þórs/KA í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni.
Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir





