fim 16. júlí 2020 16:30
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar: Elín Metta alltaf valin
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mary Alice Vignola
Mary Alice Vignola
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöttu umferðinni í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gærkvöldi þegar Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. Sandra Sigurðardóttir varði vítaspyrnu fyrir Val í leiknum en Elísa Viðarsdóttir fékk rauða spjaldið eftir einungis tvær mínútur. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kom Fylki yfir en Elín Metta Jensen jafnaði með áttunda marki sínu í sumar. Elín Metta er í lið i umferðarinnar í fjórða skipti í sumar ef þeim fjórum umferðum sem búið er að klára.

Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar tvívegis í 4-0 útisigri Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

FH vann sinn fyrsta sigur í sumar en liðið lagði Þór/KA 1-0 á útivelli. Taylor Victoria Sekyra, varnarmaður FH, var maður leiksins. Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari, stýrði FH í fjarveru Guðna Eiríkssonar þjálfara sem var í leikbanni. Árni fær titilinn þjálfari umferðarinnar.

KR vann einnig sinn fyrsta sigur en þar voru reynsluboltarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir í stórum hlutverkum.

Þá gerðu nýliðar Þróttar markalaust jafntefli við Selfoss. Mary Alice Vignola og Sóley María Steinarsdóttir lokuðu vörn Þróttar en hjá Selfyssingum var Clara Sigurðardóttir best.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner