Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. september 2021 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaupir stundum sjálfan sig í FM - „Til að skoða hversu góður ég er"
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var til viðtals á heimasíðu FCK í dag. Ísak er mættur til Kaupmannahafnar en hann var keyptur til félagsins á gluggadeginum frá sænska félaginu Norrköping sem Ísak hefur verið hjá undanfarin ár.

Þegar Ísak var keyptur var hann í landsliðsverkefni á Íslandi og var því fyrst núna í sínu fyrsta viðtali hjá FCK.

Í viðtalinu var komið inn á þá staðreynd að Ísak er svokallað undrabarn eða wonderkid í tölvuleiknum Football Manager. Slíkan stimpil fá leikmenn sem mikil trú er á að verði stjörnur í framtíðinni.

Spyrillinn sagði við Ísak að sumir af yngri stuðningsmönnum félagsins þekktu til Ísaks úr tölvuleiknum. Ísak var spurður hvort það væri ekki dálítið sérstakt að vera þekktur fyrir það?

„Já, ég vissi af þeirri staðreynd, ég spila leikinn sjálfur. Það er bara skemmtilegt," sagði Ísak.

Þegar þú ert að stýra félagi í leiknum, kaupiru þá sjálfan þig til þess félags?

„Ekki alltaf, en stundum geri ég það til að skoða hversu góður ég er," sagði Ísak léttur. Hann hefur áður komið inn á tölvuleikinn Football Manager og má lesa um það með því að smella hér.

Viðtalið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner