Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane hefur ekki mikið álit á leikmönnum Man Utd
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að leikmenn Manchester United muni henda Ole Gunnar Solskjær fyrir rútuna.

United hefur ekki byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og tapaði liðið fyrir Tottenham, 1-6, um síðustu helgi. Nú þegar er farið að tala um að Mauricio Pochettino muni taka við af Solskjær von bráðar.

Keane kenndi leikmönnum Man Utd um brottrekstur Jose Mourinho fyrir tæpum tveimur árum síðan og hann telur að það sama muni gerast fyrir Solskjær.

„Frammistaðan gegn Tottenham var til skammar. Við höfum öll átt slæma daga en mér fannst frammistaða nokkra leikmanna vera til skammar fyrir merkið," sagði Keane á ITV.

„Ég held að þetta muni á endanum kosta Ole starfið. Leikmennirnir sem eru þarna, þeir hentu Mourinho fyrir rútuna og munu gera það sama við Ole."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner