Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. október 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sara að glíma við veikindi fyrir leikinn stóra
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, átti að vera til viðtals á fjölmiðlahittingi íslenska landsliðsins í Porto í dag, en gat það ekki vegna veikinda.

Á morgun spilar Ísland einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er við mætum Portúgal á útivelli.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Ísland er að reyna að komast inn á HM í fyrsta sinn.

Landsliðsfyrirliðinn er veik þessa stundina, en það er vonandi að hún geti verið með á morgun. Það er ekki útilokað að hún verði með á æfingu síðar í dag en það verður að koma í ljós.

„Sara er eitthvað smá slöpp, hún var slöpp í gær. Það hafa tveir, þrír leikmenn fengið flensueinkenni en hinar hafa stigið upp úr því á einum sólarhring og við vonum að það verði svoleiðis hjá henni," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag. Viðtal við hann birtist inn á síðunni innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner