Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe ekki til Íslands
Eimskip
Mynd: EPA
Ísland fær Frakkland í heimsókn í undankeppni HM á mánudaginn. Ísland fékk skell gegn Úkraínu í kvöld og þarf jákvæð úrslit á mánudaginn til að setja pressu á Úkraínu í baráttunni um 2. sæti.

Frakkland lagði Aserbaísjan 3-0 í kvöld en Kylian Mbappe skoraði eitt og lagði upp annað en hann hefur skorað í tíu leikjum í röð fyrir land og lið. Hann var tæpur á ökkla fyrir leikinn og þurfti að fara af velli undir lok leiksins.


„Hann fékk annað högg á hægri ökklann. Hann er enn viðkvæmur, minna en í byrjun vikunnar, en það er oft raunin þegar maður fær högg á svæði sem er þegar sársaukafullt. Læknateymið mun skoða þetta," sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka.

Deschamps hafði ekki miklar áhyggjur af meiðslunum en nú rétt í þessu var tilkynnt að Mbappe færi ekki með til Íslands heldur mun hann halda til Spánar í meðhöndlun hjá Real Madrid. Skærustu stjörnur Frakka verða því ekki með gegn Íslandi en gullboltahafinn Ousmane Dembele er meðal leikmanna sem eru meiddir.
Athugasemdir