Dagur Dan Þórhallsson var um helgina kallaður upp í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi Þjóðadeildarleiki. Dagur hefur leikið virkilega vel í hægri bakverði fyrir Orlando City sem er komið áfram í úrslitakeppninni í Bandaríkjunum.
Dagur, sem er upphaflega miðjumaður, sýndi fjölhæfni sína vel þegar hann var einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins 2022 og hjálpaði Breiðabliki að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Eftir það hélt hann til Orlando og nú hefur hann fest sig í sessi sem hægri bakvörður liðsins.
Dagur, sem er upphaflega miðjumaður, sýndi fjölhæfni sína vel þegar hann var einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins 2022 og hjálpaði Breiðabliki að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Eftir það hélt hann til Orlando og nú hefur hann fest sig í sessi sem hægri bakvörður liðsins.
„Ég get sagt þér það að ég er enn að læra mikið. Á síðasta árinu, einu og hálfu, hef ég lært nánast meira en ég hef gert allan ferilinn. Sem hægri bakvörður, og sérstaklega í fjögurra manna varnarlínu, þarftu að vera á verði allan tímann og ég er enn að læra inn á þetta og það mun taka einhvern tíma. En mér finnst ég vera að bæta mig á hverjum degi," segir Dagur í nýlegu viðtali við stuðningsmannasíðuna Loud & Proud Orlando.
„Varnarlega hef ég stundum verið í brasi en ég hef unnið að því að bæta það á hverjum degi. Ég og Oscar (Pareja, þjálfari Orlando) ræðum það mikið. Mér finnst ég enn geta bætt mig varnarlega. Það er varnarþátturinn sem ég er að vinna að því að læra betur. Það miðar í rétta átt og ég tel að ef ég geti bætt þennan þátt verði ég virkilega góður hægri bakvörður."
Dagur er 24 ára gamall og er lykilmaður hjá Orlando. Meðal þeirra sem ræddi við Dag í viðtalinu kom inn á að hann hefði sýnt hvað mestan stöðugleika af leikmönnum liðsins.
„Ég kom hingað sem miðjumaður og byrjaði sem breiddarleikmaður. Eftir síðasta tímabil fór ég að hugsa um að ég gæti náð lengra á ferlinum sem hægri bakvörður en sem miðjumaður því það eru svo margir leikmenn sem spila þar, segir Dagur Dan.
Honum líkar lífið vel í Orlando og segir áberandi að það sé meiri jákvæðni í fólkinu sem býr þar en á Íslandi. Sólin væntanlega að hafa þar mikil áhrif. Í viðtalinu ræðir hann einnig um fyrirkomulagið í MLS, daglega rútínu sína og fleira.
Athugasemdir