Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 11. mars 2020 11:47
Elvar Geir Magnússon
Getafe neitar að ferðast til Ítalíu
Angel Torres, forseti Getafe.
Angel Torres, forseti Getafe.
Mynd: Getty Images
Getafe mun ekki ferðast til Mílanó en liðið á að mæta Inter í Evrópudeildinni á morgun. Forseti Getafe segir að liðið fari ekki til Ítalíu, sama þó það þýði að einvígið verði dæmt tapað.

Búið var að tilkynna að leikurinn færi fram án áhorfenda en kórónaveiran hefur bitið Ítalíu fast.

„Við fylgjum fyrirmælum spænsku ríkisstjórnarinnar og hún hefur bannað beint flug milli Spánar og Ítalíu," segir Angel Torres, forseti Getafe.

„Ítölsk yfirvöld hafa stöðvað eigið mót vegna veirunnar og það væri glórulaust hjá okkur að mæta þangað og spila þennan leik. Ef þetta þýðir að við verðum að tapa einvíginu þá berum við samt höfuðið hátt."

„Ég tel að UEFA hafi sofið í þessu máli. Það er fólk sem er hrætt við UEFA en ég er hræddur um fólk sem er náið mér smitist."

Á morgun á Roma að leika gegn Sevilla á Spáni og munu Rómverjar ferðast í leikinn með því að fljúga til Portúgal og fara svo með rútu. Spænskir fjölmiðlar segja að leikmenn Sevilla hafi lýst yfir áhyggjum sínum og vilji ekki spila leikinn og að hann sé því í uppnámi.
Athugasemdir
banner
banner
banner