Manchester City hefur náð samkomulagi við Anderlecht um kaupverðið á varnarmanninum Sergio Gomez. Um er að ræða 11 milljóna punda kaupverð sem gæti hækkað eftir ákvæðum.
City hefur verið að leita að vinstri bakverði eftir að Chelsea yfirbauð félagið í baráttunni um Marc Cucurella.
City hefur verið að leita að vinstri bakverði eftir að Chelsea yfirbauð félagið í baráttunni um Marc Cucurella.
Talið er mögulegt að Gomez verði til að byrja með lánaður til Girona á Spáni, systurfélags Manchester City í City Football Group hópnum.
Gomez kom í gegnum akademíu Barcelona áður en hann gekk í raðir Borussia Dortmund.
Gomez er 21 árs og er U21 landsliðsmaður Spánar. Hann var í tvö ár á láni hjá Huesca áður en hann gekk í raðir Anderlecht þar sem hann spilaði undir stjórn Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða City.
Athugasemdir