Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 11. ágúst 2023 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær kempur á meðal varamanna hjá Breiðabliki
Rakel í leik með Breiðabliki.
Rakel í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik spilar við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Það verður flautað til leiks núna klukkan 19:00 og er leikurinn auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða leik sem framundan er.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Sjá einnig:
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Ásta Eir ekki með Blikum

Það vekur athygli að á bekknum hjá Blikum eru tvær gamlar kempur sem hafa ekki spilað fótbolta í dágóðan tíma.

Rakel Hönnudóttir er á bekknum sem útileikmaður. Hún hefur verið á bekknum sem varamarkvörður í leikjum í sumar, en Blikar eru komnir með varamarkvörð í Höllu Margréti Hinriksdóttur. Rakel, sem er fyrrum atvinnu- og landsliðskona, er því á bekknum sem útileikmaður í dag. Hún hefur verið afar fjölhæfur leikmaður í gegnum feril sinn og leyst margar stöður.

Rakel kom við sögu í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna síðasta sumar en hafði þar áður ekki spilað leik síðan 2020. Hún eignaðist barn þar á milli.

Þá er Ana Cate líka á bekknum hjá Blikum í kvöld en hún hefur ekki spilað leik síðan 2020 með KR. Hún hefur í sumar verið styrktarþjálfari Breiðabliks en er komin með leikheimild og getur spilað í kvöld. Ana var öflugur miðjumaður sem spilaði með FH, Stjörnunni, HK/Víkingi og KR áður en hætti árið 2020.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þær komi við sögu í þessum mikilvæga leik í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner