Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jokanovic næsti stjóri Forest?
Jokanovic hefur gert góða hluti í næst efstu deild á Englandi
Jokanovic hefur gert góða hluti í næst efstu deild á Englandi
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest vill fá Slavisa Jokanovic til að taka við stjórastöðu liðsins eftir að Aitor Karanka hætti störfum hjá félaginu í gærmorgun. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Jokanovic, sem var rekinn frá Fulham í nóvember, hefur haft mjög góðu gengi að fagna í ensku Championship deildinni. Þar hefur hann stýrt bæði Watford og Fulham upp í Úrvalsdeildina.

Hann var fyrr í vikunni orðaður við stjórastöðuna hjá Stoke City en stjórnarmenn þar ákváðu að hann væri ekki rétti maðurinn fyrir félagið.

Nottingham Forest situr í sjöunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá því sjötta. Sjötta sætið er síðasta sætið inn í umspil um það hvaða lið verður þriðja liðið sem fer upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner