Liverpool tapaði gegn PSG í vítakeppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær, eftir hreint magnað einvígi. PSG vann 1-0 á Anfield eftir að Liverpool hafði unnið með sömu markatölu í París.
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir að þegar á heildina sé litið hafi betra liðið í einvíginu komist áfram.
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir að þegar á heildina sé litið hafi betra liðið í einvíginu komist áfram.
„Ég er dálítið pirraður yfir úrslitunum en verð að viðurkenna það að betra liðið vann, PSG. Við sáum hvernig þeir stóðu sig í fyrri leiknum. Ég kallaði það rán hjá Liverpool," segir Carragher.
„Í þessum leik hélt ég eftir fyrstu 20-30 mínúturnar að Liverpool myndi vinna þetta þægilega. Þeir náðu bara ekki markinu, nýttu ekki tækifærin og fengu svo mark í andlitið. Í framlengingunni fannst mér PSG taka yfir. Þar sem ég var í Kop stúkunni vorum við örvæntingarfull og vonuðumst til að halda út í vítaspyrnukeppni. En vítakeppni er bara happdrætti og allt getur gerst."
Athugasemdir