Liverpool 0 - 1 PSG (1-4 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Ousmane Dembele ('12 )
0-1 Ousmane Dembele ('12 )
Liverpool byrjaði leikinn betur og Mohamed Salah var líflegri en í fyrri leiknum. Hann komst í gott færi snemma leiks en Nuno Mendes bjargaði á síðustu stundu.
PSG náði forystunni eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Bradley Barcola átti sendingu fyrir markið, Ibrahima Konate komst í boltann en hann var síðan laus rétt fyrir framan markið og Ousmane Dembele var fyrstur að átta sig og kom PSG yfir.
Bæði lið fengu frábær tækifæri til að skora í kjölfarið en staðan hélst óbreytt þegar flautað var til hálfleiks.
Liverpool var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Dominik Szoboszlai kom boltanum í netið á 52. mínútu eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold en markið var dæmt af þar sem Luis Diaz var rangstæður í aðdragandanum.
Liverpool varð fyrir áfalli þegar Alexander-Arnold þurfti að fara af velli vegna hné meiðsla og það leit alls ekki vel út þar sem hann lá sárþjáður eftir á vellinum.
Boltinn vildi ekki í netið í seinni hálfleik og því þurfti að grípa til framlengingar.
Dembele komst næst því að skora þegar hann komst í gott færi í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar en Alisson varði frá honum. Mörkin létu á sér standa í framlengingunni og grípa þurfti í vítaspyrnukeppni.
Vitinha og Goncalo Ramos skoruðu í fyrstu spyrnum PSG og Salah skoraði fyrir Liverpool en Darwin Nunez lét Gianluigi Donnarumma verja frá sér. Donnarumma varði síðan frá Curtis Jones og Desire Doue tryggði síðan PSG sigurinn þegar hann skoraði af öryggi úr fjórðu spyrnunni.
PSG mætir annað hvort Aston Villa eða Club Brugge í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir