Liverpool tapaði gegn PSG í vítakeppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær, eftir hreint magnað einvígi. Vítaspyrna Darwin Nunez var varin en hann hefur svo sannarlega átt sveiflukennda veru hjá félaginu.
Það væri mjög ósanngjarnt að gera Nunez að blóraböggli en hann átti þó dapra innkomu af bekknum áður en hann klúðraði annarri vítaspyrnu Liverpool í vítakeppninni.
Það væri mjög ósanngjarnt að gera Nunez að blóraböggli en hann átti þó dapra innkomu af bekknum áður en hann klúðraði annarri vítaspyrnu Liverpool í vítakeppninni.
Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það hafi verið kvíðablandið andrúmsloft á Anfield þegar Nunez fór á punktinn. Margir stuðningsmenn Liverpool hefðu hugsað það sama, þetta gæti endað illa.
„Maður fékk bara þessa tilfinningu þegar Darwin Nunez steig fram til að taka spyrnuna. Það var taugastrekkjandi kvíðatilfinning. Hann hafði ekki haft áhrif á leikinn," segir Warnock. Það var innistæða fyrir þessari tilfinningu. Gianluigi Donnarumma varði spyrnuna.
Nunez hafði hugrekki til að stíga fram og vilja taka víti. En ef Trent Alexander-Arnold hefði ekki meiðst og Alexis Mac Allister verið enn inni á vellinum hefði hann væntanlega ekki verið látinn taka víti.
Það eru skiptar skoðanir á Nunez sem hefur fengið talsverða gagnrýni á tímabilinu en margir telja að hann sé ekki með stöðugleika til að standast kröfur sem gerðar eru til leikmanna Liverpool.
Athugasemdir